Fótbolti

Draumaár Philip Lahm endaði mjög illa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Philip Lahm með HM-bikarinn.
Philip Lahm með HM-bikarinn. Vísir/Getty
Eitt besta ár þýska knattspyrnumannsins Philip Lahm á ferlinum endar ekki vel því fyrirliði þýska stórliðsins Bayern München fótbrotnaði á æfingu liðsins í dag.

Philip Lahm þarf að fara í aðgerð á hægri fæti og verður frá æfingum og keppni í um þrjá mánuði samkvæmt frétt á heimasíðu Bayern München.

Philip Lahm var fyrirliði þýska landsliðsins sem varð heimsmeistari í Brasilíu í sumar en hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir mótið.

Philip Lahm er algjör lykilmaður í liði Bayern og hefur spilað alla leiki liðsins í þýsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Fyrstu leikirnir án hans verða á móti Hoffenheim í deildinni um helgina og svo leikur á móti Manchester City í Meistaradeildinni í næstu viku.

Philip Lahm er ekki eini leikmaður Bæjara á meiðslalistanum því þar dúsa einnig þeir Holger Badstuber, Javi Martínez, David Alaba, Thiago, Claudio Pizarro, Tom Starke og Pepe Reina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×