Er þetta Porsche Pajun? Finnur Thorlacius skrifar 18. nóvember 2014 10:04 Í nokkurn tíma hefur verið um rætt að Porsche hyggist setja á markað minni gerð Panamera bílsins, en ekkert hefur sést til hans enn. Áform Porsche voru víst að setja þann bíl á markað árið 2019, en hugsanlega sést hér fyrsta myndin af þessum bíl. Myndin birtist af verkefni sem hönnunardeild Porsche sér um, 57 hæða lúxusíbúðarhúss sem ber heitið Porsche Design Tower. Í turninum verða lyftur sem bera bíla eigenda sinna í glerbílskúr inní íbúðunum og er myndin af einum slíkum. Bíllinn á myndinni ber greinilega Panamera genin, en er styttri. Hann ber einnig útlitseinkenni Cayman bíls Porsche og er því sportlegri en Panamera. Engu að síður er hann óþægilega líkur Chrysler Crossfire. Minni Panamera hefur fengið viðurnefnið Pajun og er það dregið af Panamera og Junior. Þetta útlit hugsanlegs Pajun þarf þó ekki að vera endanlegt útlit bílsins, því ef rétt er eftir haft að hann komi ekki á markað fyrr en árið 2019, gæti ýmislegt breyst. Þessi mynd sýnir samt örlítið inní kristalskúlu Porsche. Í myndskeiðinu sést Porsche Design Tower sem staðsettur verður í bandarísku borginni Miami. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent
Í nokkurn tíma hefur verið um rætt að Porsche hyggist setja á markað minni gerð Panamera bílsins, en ekkert hefur sést til hans enn. Áform Porsche voru víst að setja þann bíl á markað árið 2019, en hugsanlega sést hér fyrsta myndin af þessum bíl. Myndin birtist af verkefni sem hönnunardeild Porsche sér um, 57 hæða lúxusíbúðarhúss sem ber heitið Porsche Design Tower. Í turninum verða lyftur sem bera bíla eigenda sinna í glerbílskúr inní íbúðunum og er myndin af einum slíkum. Bíllinn á myndinni ber greinilega Panamera genin, en er styttri. Hann ber einnig útlitseinkenni Cayman bíls Porsche og er því sportlegri en Panamera. Engu að síður er hann óþægilega líkur Chrysler Crossfire. Minni Panamera hefur fengið viðurnefnið Pajun og er það dregið af Panamera og Junior. Þetta útlit hugsanlegs Pajun þarf þó ekki að vera endanlegt útlit bílsins, því ef rétt er eftir haft að hann komi ekki á markað fyrr en árið 2019, gæti ýmislegt breyst. Þessi mynd sýnir samt örlítið inní kristalskúlu Porsche. Í myndskeiðinu sést Porsche Design Tower sem staðsettur verður í bandarísku borginni Miami.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent