Golf

Birgir Leifur lagaði stöðu sína

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/daníel
Birgir Leifur Hafþórsson lagaði stöðu sína á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í dag þegar hann spilaði þriðja hringinn á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari.

Birgir Leifur var á fimm höggum yfir pari eftir fyrstu tvo hringina og er nú í heildina á einu höggi yfir pari fyrir fjórða hringinn.

Hann fór upp um 50 sæti eftir hringinn í dag, að því fram kemur á kylfingur.is, en 70 efstu kylfingarnir komast á lokahringina tvo að loknum fjórum keppnisdögum.

Aðeins 25 kylfingar fá keppnisrétt á Evrópumótaröðinni eftir 108 holur og er Birgir Leifur sex höggum frá 25. sætinu. Hann verður því að spila mjög vel á morgun til að halda draumnum á lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×