Charley Hoffman hlutskarpastur í Mexíkó 17. nóvember 2014 09:46 Hoffman fagnar sigrinum í gær. AP Bandaríkjamaðurinn Charley Hoffman sigraði í gær á sínu þriðja móti á PGA-mótaröðinni en hann lék best allra á OHL Classic sem fram fór í Mexíkó. Hoffman var meðal efstu manna fyrir lokahringinn á El Camaleon vellinum sem hann lék á 66 höggum eða fimm undir pari og endaði samtals á 17 höggum undir pari. Það var nóg til þess að tryggja honum sigur en landi hans, Shawn Stefani, endaði einn í öðru sæti á 16 höggum undir. Hinn ungi Danny Lee frá Nýja-Sjálandi nagar sig eflaust í handabökin en hann var í forystu á lokahringnum eftir níu holur þar sem hann hafði fengið sjö fugla í röð á ótrúlegan hátt. Honum tókst þó ekki að fylgja því eftir á seinni níu holunum þar sem að hann fékk þrjá skolla og þurfti því að sætta sig við þriðja sætið á 15 höggum undir pari samtals. OHL Classic er síðasta opinbera mótið á PGA-mótaröðinni á árinu en í næstu viku fer fram lokamót Evrópumótaraðarinnar í Dubai þar sem margir af bestu kylfingum heims verða í eldlínunni. Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Charley Hoffman sigraði í gær á sínu þriðja móti á PGA-mótaröðinni en hann lék best allra á OHL Classic sem fram fór í Mexíkó. Hoffman var meðal efstu manna fyrir lokahringinn á El Camaleon vellinum sem hann lék á 66 höggum eða fimm undir pari og endaði samtals á 17 höggum undir pari. Það var nóg til þess að tryggja honum sigur en landi hans, Shawn Stefani, endaði einn í öðru sæti á 16 höggum undir. Hinn ungi Danny Lee frá Nýja-Sjálandi nagar sig eflaust í handabökin en hann var í forystu á lokahringnum eftir níu holur þar sem hann hafði fengið sjö fugla í röð á ótrúlegan hátt. Honum tókst þó ekki að fylgja því eftir á seinni níu holunum þar sem að hann fékk þrjá skolla og þurfti því að sætta sig við þriðja sætið á 15 höggum undir pari samtals. OHL Classic er síðasta opinbera mótið á PGA-mótaröðinni á árinu en í næstu viku fer fram lokamót Evrópumótaraðarinnar í Dubai þar sem margir af bestu kylfingum heims verða í eldlínunni.
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira