Golf

Jason Bohn í forystu á El Camaleon

Jason Bohn er í góðri stöðu í Mexíkó.
Jason Bohn er í góðri stöðu í Mexíkó. AP
Aðstæður til þess að spila golf voru mjög erfiðar á hinum glæsilega El Camaleon velli í Mexíkó í gær en mikill vindur og rigning gerði kylfingum á OHL Classic mótinu erfitt fyrir.

Bandaríkjamaðurinn Jason Bohn höndlaði veðrið best allra en hann hefur aðeins fegið tvo skolla í öllu mótinu og leiðir á 15 höggum undir pari. Landi hans Shawn Stefani kemur fast á eftir á 14 höggum undir pari en Alex Cejka og Charley Hoffman deila þriðja sætinu á 12 höggum undir.

Fred Funk sem er aldursforseti mótsins á smá von fyrir lokahringinn um að verða sá elsti í sögunni sem sigrar í móti á PGA-mótaröðinni en hann er einn í níunda sæti á tíu höggum undir pari. Hann þarf að eiga gríðarlega góðan lokahring til að eiga möguleika en frammistaða þessa 58 ára kylfings hingað til í mótinu hefur vakið verðskuldaða athygli.

Michael Putnam sem var í forystu eftir tvo hringi spilaði sig út úr toppbaráttunni á þriðja hring en hann höndlaði veðrið og pressuna mjög illa og kom inn á 77 höggum eða sex yfir pari.

Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×