Golf

Michael Putnam efstur í Mexíkó

Fred Funk nálgast sjötugsaldurinn en getur enn barist við þá bestu.
Fred Funk nálgast sjötugsaldurinn en getur enn barist við þá bestu. Getty
Bandaríkjamaðurinn Michael Putnam hefur spilað gallalaust golf á fyrstu tveimur hringjunum á OHL Classic mótinu sem fram fer í Mayakoba í Mexíkó en hann er á 12 höggum undir pari þegar að mótið er hálfnað.

Putnam, sem hefur enn ekki fengið skolla í mótinu, sigraði á Mexíkóska meistaramótinu árið 2013 en hann nýtur þess greinilega að spila í Mexíkó.

Í öðru sæti koma þeir Shawn Stefani og Jason Bohn á 11 höggum undir pari en Ken Duke situr einn í fjórða sæti á tíu höggum undir.

Þá hefur gamla brýnið Fred Funk stolið senunni en hann er elsti þátttakandinn í mótinu um helgina, 58 ára að aldri. Hann lék frábært golf í gær og kom inn á 65 höggum eða sex undir pari en hann situr í níunda sæti á átta höggum undir pari.

Þriðji hringur á OHL Classic verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×