Guðný Kristjánsdóttir fékk Súluna í Reykjanesbæ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. nóvember 2014 10:00 Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Guðný Kristjánsdóttir handhafi menningarverðlaunanna, Eva Björk Sveinsdóttir formaður menningarráðs Reykjanesbæjar. vísir/aðsend Afhending Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar fyrir árið 2014, fór fram við hátíðlega athöfn í Bíósal Duushúsa í gærkvöldi. Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa unnið vel að menningu og listum og var þetta í átjánda sinn sem Súlan var afhent. Að þessu sinni hlaut verðlaunin Guðný Kristjánsdóttir fyrir framlag sitt til menningar og lista. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjanesbæ. Verðlaunagripurinn er hannaður og smíðaður af keflavísku listakonunni Elísabetu Ásberg. Handhafa fyrri ára má sjá á vef Reykjanesbæjar. Formaður menningarráðs Eva Björk Sveinsdóttir afhenti verðlaunin fyrir hönd bæjarstjórnar. Við sama tækifæri var styrktar-, stuðningsaðilum og þátttakendum Ljósanætur, menningar- og fjölskylduhátíðar Reykjanesbæjar, þakkaður stuðningurinn en þeir voru 87 talsins í ár. Guðný Kristjánsdóttir er fædd í Keflavík þann 7. mars 1967. Hún steig fyrst á svið með Leikfélagi Keflavíkur 14 ára gömul árið 1981 í hlutverki hérakrílis í Rauðhettu og úlfinum. Um tvítugt kom Guðný af fullri alvöru inn í starf leikfélagsins með þátttöku í verkinu Skemmtiferð á vígvöllinn í leikstjórn Huldu Ólafsdóttur, sem Guðný segir eiga stóran þátt í því að hún hóf að leika. Um þetta leyti voru hjól Leikfélagsins farin að snúast á nýjan leik eftir að hafa legið í dvala um nokkurt skeið. Síðan hefur ekkert stöðvað framgang leikfélagsins og hefur Guðný staðið þar í stafni. Á ferli sínum hefur Guðný tekið þátt í uppsetningu á 31 leikverki hjá leikfélaginu, auk þess að taka þátt í fjölmörgum leikverkefnum við hin ýmsu tilefni svo sem þrettándagleði, Ljósanótt, 17. júní o.fl. Þá hefur hún Leikstýrt tveimur verkum fyrir leikfélagið ásamt öðrum. Vorið 1989 kom Guðný inn í stjórn leikfélagsins og árið 1993 var hún gerð að formanni. Allar götur síðan, utan eitt ár, hefur Guðný setið í stjórn félagsins. Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Afhending Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar fyrir árið 2014, fór fram við hátíðlega athöfn í Bíósal Duushúsa í gærkvöldi. Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa unnið vel að menningu og listum og var þetta í átjánda sinn sem Súlan var afhent. Að þessu sinni hlaut verðlaunin Guðný Kristjánsdóttir fyrir framlag sitt til menningar og lista. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjanesbæ. Verðlaunagripurinn er hannaður og smíðaður af keflavísku listakonunni Elísabetu Ásberg. Handhafa fyrri ára má sjá á vef Reykjanesbæjar. Formaður menningarráðs Eva Björk Sveinsdóttir afhenti verðlaunin fyrir hönd bæjarstjórnar. Við sama tækifæri var styrktar-, stuðningsaðilum og þátttakendum Ljósanætur, menningar- og fjölskylduhátíðar Reykjanesbæjar, þakkaður stuðningurinn en þeir voru 87 talsins í ár. Guðný Kristjánsdóttir er fædd í Keflavík þann 7. mars 1967. Hún steig fyrst á svið með Leikfélagi Keflavíkur 14 ára gömul árið 1981 í hlutverki hérakrílis í Rauðhettu og úlfinum. Um tvítugt kom Guðný af fullri alvöru inn í starf leikfélagsins með þátttöku í verkinu Skemmtiferð á vígvöllinn í leikstjórn Huldu Ólafsdóttur, sem Guðný segir eiga stóran þátt í því að hún hóf að leika. Um þetta leyti voru hjól Leikfélagsins farin að snúast á nýjan leik eftir að hafa legið í dvala um nokkurt skeið. Síðan hefur ekkert stöðvað framgang leikfélagsins og hefur Guðný staðið þar í stafni. Á ferli sínum hefur Guðný tekið þátt í uppsetningu á 31 leikverki hjá leikfélaginu, auk þess að taka þátt í fjölmörgum leikverkefnum við hin ýmsu tilefni svo sem þrettándagleði, Ljósanótt, 17. júní o.fl. Þá hefur hún Leikstýrt tveimur verkum fyrir leikfélagið ásamt öðrum. Vorið 1989 kom Guðný inn í stjórn leikfélagsins og árið 1993 var hún gerð að formanni. Allar götur síðan, utan eitt ár, hefur Guðný setið í stjórn félagsins.
Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira