Bíldsfell áfram innan SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 12. nóvember 2014 12:14 Frá undirritun samnings um Bíldsfell Veiðisvæðið kennt við Bíldsfell í Soginu hefur verið eitt af vinsælustu ársvæðum SVFR um árabil. Svæðið hefur verið upselt flesta veiðidagana sem hafa verið í boði og það hefur verið sérstaklega mikil ásókn í tímann frá 20. júlí til 20. september þegar veiði lýkur. Vordagarnir hafa notið aukinni vinsælda sem og fyrstu dagar veiðitímans en þá er bleikjuveiðin oft best ásamt því að veiðivon á stórlaxi telst vera góð. Í fréttatilkynningu frá SVFR segir:"Það er mikið ánægjuefni að geta sagt frá því að SVFR hefur samið um áframhaldandi leigu á veiðirétti í Soginu fyrir landi Bíldsfells. Skrifað var undir samninginn þann 8. nóvember síðastliðinn á bökkum Sogsins. Samningurinn er fagnaðarefni fyrir félagið enda er Bíldsfellssvæðið afar vinsælt hjá félagsmönnum.Veiðin á Bíldsfellssvæðinu undanfarin ár hefur verið nokkuð góð. Sumarið 2013 veiddust 314 laxar á svæðinu og í sumar veiddust 109 laxar, sem telst vel viðunandi miðað við veiði í öðrum ám á landinu. Undanfarin 10 ár hefur veiðin farið mest í 480 laxa sumarið 2010 en sumarið 2011 var sömuleiðis feykigott, en þá veiddust 405 laxar í Bíldsfelli. Á svæðinu veiðist einnig mikið magn af silungi, bæði í vorveiðinni sem og á laxveiðitímanum. Meðalveiði undanfarin 10 ár er 238 laxar, og hlutfall stórlax rétt um 25%, sem telst býsna gott. Á svæðinu eru þrjár dagstangir og mjög gott veiðihús". Stangveiði Mest lesið Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Gæsaveiði hefst á landinu í dag Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Rólegur júní í laxveiðinni með einni undantekningu Veiði 59 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Ekki skjóta trén á Skagaströnd Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Dunká komin til SVFR Veiði
Veiðisvæðið kennt við Bíldsfell í Soginu hefur verið eitt af vinsælustu ársvæðum SVFR um árabil. Svæðið hefur verið upselt flesta veiðidagana sem hafa verið í boði og það hefur verið sérstaklega mikil ásókn í tímann frá 20. júlí til 20. september þegar veiði lýkur. Vordagarnir hafa notið aukinni vinsælda sem og fyrstu dagar veiðitímans en þá er bleikjuveiðin oft best ásamt því að veiðivon á stórlaxi telst vera góð. Í fréttatilkynningu frá SVFR segir:"Það er mikið ánægjuefni að geta sagt frá því að SVFR hefur samið um áframhaldandi leigu á veiðirétti í Soginu fyrir landi Bíldsfells. Skrifað var undir samninginn þann 8. nóvember síðastliðinn á bökkum Sogsins. Samningurinn er fagnaðarefni fyrir félagið enda er Bíldsfellssvæðið afar vinsælt hjá félagsmönnum.Veiðin á Bíldsfellssvæðinu undanfarin ár hefur verið nokkuð góð. Sumarið 2013 veiddust 314 laxar á svæðinu og í sumar veiddust 109 laxar, sem telst vel viðunandi miðað við veiði í öðrum ám á landinu. Undanfarin 10 ár hefur veiðin farið mest í 480 laxa sumarið 2010 en sumarið 2011 var sömuleiðis feykigott, en þá veiddust 405 laxar í Bíldsfelli. Á svæðinu veiðist einnig mikið magn af silungi, bæði í vorveiðinni sem og á laxveiðitímanum. Meðalveiði undanfarin 10 ár er 238 laxar, og hlutfall stórlax rétt um 25%, sem telst býsna gott. Á svæðinu eru þrjár dagstangir og mjög gott veiðihús".
Stangveiði Mest lesið Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Gæsaveiði hefst á landinu í dag Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Rólegur júní í laxveiðinni með einni undantekningu Veiði 59 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Ekki skjóta trén á Skagaströnd Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Dunká komin til SVFR Veiði