Dómur kveðinn upp í dag: Farið fram á þriggja ára fangelsi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. nóvember 2014 10:11 Gísli Freyr Valdórsson játaði að hafa lekið minnisblaðinu í lekamálinu í gær. Vísir/GVA Dómur verður kveðinn upp í lekamálinu svokallaða klukkan 11 í dag. Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, játaði sekt sína í málinu í gær og endurtók þá afstöðu sína í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ákæruvaldið fer fram á þriggja ára fangelsisdóm. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sagði að játning Gísla Freys geti ekki talist til refsimildunar þar sem Gísli hafi ekki breytt afstöðu sinni fyrr en ljóst var að sönnunargögn nægðu til sakfellingar. Vísar hann þar í afrit af minnisblaði sem búið var að eiga við og fannst á tölvu Gísla Freys. Starfsmaður hjá sérstökum saksóknara hefði notað nýtt forrit um síðustu helgi til að fara yfir tölvugögn og þessar upplýsingar hefðu þá komið í ljós. „Þetta skjal var vistað á harðan disk í tölvunni og síðar eytt út,“ sagði Helgi Magnús. Hann taldi það ástæðu þess að Gísli hefði ákveðið að gangast við broti sínu. Þá sagði hann Gísla hafa lekið blaðinu til þess að hafa áhrif á umræðu um málefni Tony Omos. Máli sínu til stuðnings vísaði hann til ummæla Gísla sem hann lét falla í Kastljósi í gær þess efnis að einungis önnur hlið í málefnum hælisleitenda komi fram, og þá sú hlið sem hælisleitendur vilji að heyrist.Segir Gísla hafa játað brotið á mánudag Ólafur Garðarsson, verjandi Gísla Freys, sagðist hafa leitað til tölvusérfræðings í kjölfar framlagningar gagna ákæruvaldsins. Sérfræðingurinn hafi gefið skýrslu lögreglu falleinkunn og að breytingar á skjölum séu á veikum grunni byggðar. „Þetta mál hefur lagst gríðarlega þungt á ákærða. Ég hef horft upp á ákærða síðastliðnar tvær vikur sökkva dýpra og dýpra eftir því sem styst hefur í aðalmeðferðina,“ sagði Ólafur. Hann kvað Gísla Frey hafa játað fyrir sér brotið síðastliðinn mánudag. Þeir hafi í kjölfarið ákveðið að hittast næsta dag til að ræða málið frekar. Það hafi verið eftir það sem Helgi vararíkissaksóknari hafi hringt og tilkynnt honum það að ný gögn hefðu verið lögð fram í málinu. Því sé það ekki rétt hjá ákæruvaldinu að Gísli hafi ákveðið að gangast við brotinu í kjölfar nýrra gagna. Lekamálið Tengdar fréttir Aðalmeðferð í lekamálinu frestað Fjölmörg vitni voru boðuð í aðalmeðferðina, meðal annars Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. 11. nóvember 2014 13:42 Birgitta kallar eftir afsögn Hönnu Birnu „Þetta breytir í raun ekki neinu nema að það er komið í ljós það sem maður vissi, að þetta skjal kom frá henni eða hennar nánasta starfsliði.“ 11. nóvember 2014 21:08 Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02 Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15 Verjandi Gísla Freys fékk gögnin afhent klukkan þrjú í gær Er ekki sammála því að þessi nýju gögn taki af allan vafa um að Gísli hafi lekið trúnaðargögnunum. 12. nóvember 2014 08:57 Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur viðurkennt að hafa látið fjölmiðlum í té persónuupplýsingar um hælisleitandann Tony Omos. 12. nóvember 2014 07:00 Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15 Skaðabótakröfum á hendur Gísla Frey vísað frá dómi Ákæra saksóknara og bótakröfur á hendur Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, skulu reknar sem sitt hvort dómsmálið. Þetta var niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur í morgun. 5. nóvember 2014 13:29 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Dómur verður kveðinn upp í lekamálinu svokallaða klukkan 11 í dag. Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, játaði sekt sína í málinu í gær og endurtók þá afstöðu sína í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ákæruvaldið fer fram á þriggja ára fangelsisdóm. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sagði að játning Gísla Freys geti ekki talist til refsimildunar þar sem Gísli hafi ekki breytt afstöðu sinni fyrr en ljóst var að sönnunargögn nægðu til sakfellingar. Vísar hann þar í afrit af minnisblaði sem búið var að eiga við og fannst á tölvu Gísla Freys. Starfsmaður hjá sérstökum saksóknara hefði notað nýtt forrit um síðustu helgi til að fara yfir tölvugögn og þessar upplýsingar hefðu þá komið í ljós. „Þetta skjal var vistað á harðan disk í tölvunni og síðar eytt út,“ sagði Helgi Magnús. Hann taldi það ástæðu þess að Gísli hefði ákveðið að gangast við broti sínu. Þá sagði hann Gísla hafa lekið blaðinu til þess að hafa áhrif á umræðu um málefni Tony Omos. Máli sínu til stuðnings vísaði hann til ummæla Gísla sem hann lét falla í Kastljósi í gær þess efnis að einungis önnur hlið í málefnum hælisleitenda komi fram, og þá sú hlið sem hælisleitendur vilji að heyrist.Segir Gísla hafa játað brotið á mánudag Ólafur Garðarsson, verjandi Gísla Freys, sagðist hafa leitað til tölvusérfræðings í kjölfar framlagningar gagna ákæruvaldsins. Sérfræðingurinn hafi gefið skýrslu lögreglu falleinkunn og að breytingar á skjölum séu á veikum grunni byggðar. „Þetta mál hefur lagst gríðarlega þungt á ákærða. Ég hef horft upp á ákærða síðastliðnar tvær vikur sökkva dýpra og dýpra eftir því sem styst hefur í aðalmeðferðina,“ sagði Ólafur. Hann kvað Gísla Frey hafa játað fyrir sér brotið síðastliðinn mánudag. Þeir hafi í kjölfarið ákveðið að hittast næsta dag til að ræða málið frekar. Það hafi verið eftir það sem Helgi vararíkissaksóknari hafi hringt og tilkynnt honum það að ný gögn hefðu verið lögð fram í málinu. Því sé það ekki rétt hjá ákæruvaldinu að Gísli hafi ákveðið að gangast við brotinu í kjölfar nýrra gagna.
Lekamálið Tengdar fréttir Aðalmeðferð í lekamálinu frestað Fjölmörg vitni voru boðuð í aðalmeðferðina, meðal annars Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. 11. nóvember 2014 13:42 Birgitta kallar eftir afsögn Hönnu Birnu „Þetta breytir í raun ekki neinu nema að það er komið í ljós það sem maður vissi, að þetta skjal kom frá henni eða hennar nánasta starfsliði.“ 11. nóvember 2014 21:08 Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02 Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15 Verjandi Gísla Freys fékk gögnin afhent klukkan þrjú í gær Er ekki sammála því að þessi nýju gögn taki af allan vafa um að Gísli hafi lekið trúnaðargögnunum. 12. nóvember 2014 08:57 Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur viðurkennt að hafa látið fjölmiðlum í té persónuupplýsingar um hælisleitandann Tony Omos. 12. nóvember 2014 07:00 Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15 Skaðabótakröfum á hendur Gísla Frey vísað frá dómi Ákæra saksóknara og bótakröfur á hendur Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, skulu reknar sem sitt hvort dómsmálið. Þetta var niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur í morgun. 5. nóvember 2014 13:29 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Aðalmeðferð í lekamálinu frestað Fjölmörg vitni voru boðuð í aðalmeðferðina, meðal annars Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. 11. nóvember 2014 13:42
Birgitta kallar eftir afsögn Hönnu Birnu „Þetta breytir í raun ekki neinu nema að það er komið í ljós það sem maður vissi, að þetta skjal kom frá henni eða hennar nánasta starfsliði.“ 11. nóvember 2014 21:08
Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02
Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15
Verjandi Gísla Freys fékk gögnin afhent klukkan þrjú í gær Er ekki sammála því að þessi nýju gögn taki af allan vafa um að Gísli hafi lekið trúnaðargögnunum. 12. nóvember 2014 08:57
Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur viðurkennt að hafa látið fjölmiðlum í té persónuupplýsingar um hælisleitandann Tony Omos. 12. nóvember 2014 07:00
Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15
Skaðabótakröfum á hendur Gísla Frey vísað frá dómi Ákæra saksóknara og bótakröfur á hendur Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, skulu reknar sem sitt hvort dómsmálið. Þetta var niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur í morgun. 5. nóvember 2014 13:29