Húsasmiðjan og Vesturport gera samstarfssamning Stefán Árni Pálsson skrifar 11. nóvember 2014 11:59 vísir/aðsend Húsasmiðjan og Vesturport hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér að fyrirtækið verður einn aðalstyrktaraðila leikhúsahópsins næstu tvö árin. Undirstaða samningsins er að Húsasmiðjan útvegar efni í sviðsmyndir fyrir verkefni Vesturports á tímabilinu, bæði leikin verk á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndaverkefni. Fjölmörg verkefni eru framundan hjá leikhópnum á næstunni. Vesturport hefur frá stofnun vakið athygli fyrir nýstárlegar og framsæknar leikmyndir og hlaut m.a. Elliot Norton verðlaunin í Boston árið 2013 fyrir sviðsmyndina í Hamskiptunum. Vesturport var stofnað árið 2001 og vakti fljótt athygli landsmanna. Leikhópurinn sló í gegn eftir að hann setti á fjalirnar nýstárlega uppfærslu af leikriti Shakespeares, Rómeó og Júlíu, og hefur síðan þá flutt hvert stórverkið á fætur öðru jafn á Íslandi sem erlendis. Í vor hlaut uppsetning Vesturports á Hróa hetti, The Heart of Robin Hood, tvenn verðlaun vestanhafs. „Við hjá Húsasmiðjunni höfum, líkt og margir Íslendingar, lengi verið aðdáendur Vesturports. Þau hafa gert frábæra hluti með leikhúsformið og við teljum að fyrirtæki eins og okkar eigi að leggja sitt af mörkum til menningar og lista – í þessu tilfelli með því að útvega nagla, spýtur og sög og sitthvað fleira. Allt þarf þetta að vera til staðar til að færa leikverk á svið fyrir áhorfendur og við erum stolt af því að eiga þátt í því. Þá vakti öflug og metnaðarfull starfsáætlun Vesturports athygli okkar og við hlökkum til að sjá áformin raungerast á næstu árum,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar. „Það er gaman að finna mikinn áhuga Árna forstjóra og félaga hjá Húsasmiðjunni á skapandi listum. Það mun koma sér vel að geta leitað til þeirra bæði með efni og ráðleggingar þegar við smíðum umgjörðina um næstu verkefni Vesturports. Það er margt á teikniborðinu og við stefnum að því að fjármagna sýningar okkar að stórum hluta erlendis frá og þá er mikilvægt að vera með öflugt bakland og samstöðu í því að vinna verkin hér heima til útflutnings,“ segir Gísli Örn Garðarsson, einn af stofnendum Vesturports. Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Húsasmiðjan og Vesturport hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér að fyrirtækið verður einn aðalstyrktaraðila leikhúsahópsins næstu tvö árin. Undirstaða samningsins er að Húsasmiðjan útvegar efni í sviðsmyndir fyrir verkefni Vesturports á tímabilinu, bæði leikin verk á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndaverkefni. Fjölmörg verkefni eru framundan hjá leikhópnum á næstunni. Vesturport hefur frá stofnun vakið athygli fyrir nýstárlegar og framsæknar leikmyndir og hlaut m.a. Elliot Norton verðlaunin í Boston árið 2013 fyrir sviðsmyndina í Hamskiptunum. Vesturport var stofnað árið 2001 og vakti fljótt athygli landsmanna. Leikhópurinn sló í gegn eftir að hann setti á fjalirnar nýstárlega uppfærslu af leikriti Shakespeares, Rómeó og Júlíu, og hefur síðan þá flutt hvert stórverkið á fætur öðru jafn á Íslandi sem erlendis. Í vor hlaut uppsetning Vesturports á Hróa hetti, The Heart of Robin Hood, tvenn verðlaun vestanhafs. „Við hjá Húsasmiðjunni höfum, líkt og margir Íslendingar, lengi verið aðdáendur Vesturports. Þau hafa gert frábæra hluti með leikhúsformið og við teljum að fyrirtæki eins og okkar eigi að leggja sitt af mörkum til menningar og lista – í þessu tilfelli með því að útvega nagla, spýtur og sög og sitthvað fleira. Allt þarf þetta að vera til staðar til að færa leikverk á svið fyrir áhorfendur og við erum stolt af því að eiga þátt í því. Þá vakti öflug og metnaðarfull starfsáætlun Vesturports athygli okkar og við hlökkum til að sjá áformin raungerast á næstu árum,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar. „Það er gaman að finna mikinn áhuga Árna forstjóra og félaga hjá Húsasmiðjunni á skapandi listum. Það mun koma sér vel að geta leitað til þeirra bæði með efni og ráðleggingar þegar við smíðum umgjörðina um næstu verkefni Vesturports. Það er margt á teikniborðinu og við stefnum að því að fjármagna sýningar okkar að stórum hluta erlendis frá og þá er mikilvægt að vera með öflugt bakland og samstöðu í því að vinna verkin hér heima til útflutnings,“ segir Gísli Örn Garðarsson, einn af stofnendum Vesturports.
Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira