Frá Airwaves til OMAM Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2014 21:50 Kamilla segist spennt fyrir nýja starfinu. Vísir/Valli Kamilla Ingibergsdóttir stendur á tímamótum. Hún hefur nú látið af störfum sem kynningarstjóri Iceland Airwaves og mun á næstunni fara að vinna fyrir hljómsveitina Of Monsters and Men. Hún var þreytt en enn mjög hátt uppi eftir Airwaves-helgina þegar Vísir náði tali af henni. „Já, ég er búin að vera viðloðandi Iceland Airwaves í 6 ár og þetta var 4. hátíðin sem ég var kynningarstjóri. Þetta er svona súrsætt. Ég mun auðvitað sakna samstarfsfólksins og þess að skipuleggja svona frábæra hátíð eins og Airwaves. En svo er ég líka mjög spennt að fara að vinna fyrir Of Monsters and Men,“ segir Kamilla. Hún segir að hún sé búin að vinna fyrir hljómsveitina í um hálft ár samhliða starfi sínu fyrir Iceland Airwaves. „Ég verð mikið með þeim á tónleikaferðalagi. Það er auðvitað þannig þegar að hljómsveit er komin á þennan stað á sínum ferli þá er svo margt sem þarf að huga að. Þetta er bara eins og fyrirtæki. Mér líst alveg rosalega vel á þetta, þetta er ofboðslega spennandi starf og ég get bara ekki beðið eftir að byrja.“ Kamilla fer þó í smá frí áður en hún byrjar í nýja starfinu. „Já, ég ætla að fara til Egyptalands og vera þar í tvær vikur. Það verður gott að slappa af og borða góðan mat áður en ég byrja svo í nýja starfinu.“ Airwaves Tónlist Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Kamilla Ingibergsdóttir stendur á tímamótum. Hún hefur nú látið af störfum sem kynningarstjóri Iceland Airwaves og mun á næstunni fara að vinna fyrir hljómsveitina Of Monsters and Men. Hún var þreytt en enn mjög hátt uppi eftir Airwaves-helgina þegar Vísir náði tali af henni. „Já, ég er búin að vera viðloðandi Iceland Airwaves í 6 ár og þetta var 4. hátíðin sem ég var kynningarstjóri. Þetta er svona súrsætt. Ég mun auðvitað sakna samstarfsfólksins og þess að skipuleggja svona frábæra hátíð eins og Airwaves. En svo er ég líka mjög spennt að fara að vinna fyrir Of Monsters and Men,“ segir Kamilla. Hún segir að hún sé búin að vinna fyrir hljómsveitina í um hálft ár samhliða starfi sínu fyrir Iceland Airwaves. „Ég verð mikið með þeim á tónleikaferðalagi. Það er auðvitað þannig þegar að hljómsveit er komin á þennan stað á sínum ferli þá er svo margt sem þarf að huga að. Þetta er bara eins og fyrirtæki. Mér líst alveg rosalega vel á þetta, þetta er ofboðslega spennandi starf og ég get bara ekki beðið eftir að byrja.“ Kamilla fer þó í smá frí áður en hún byrjar í nýja starfinu. „Já, ég ætla að fara til Egyptalands og vera þar í tvær vikur. Það verður gott að slappa af og borða góðan mat áður en ég byrja svo í nýja starfinu.“
Airwaves Tónlist Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“