Renault-Nissan hefur selt 200.000 rafmagnsbíla Finnur Thorlacius skrifar 27. nóvember 2014 09:14 Nissan Leaf. Samstarfsfyrirtækin Renault-Nissan hafa nú selt samtals 200.000 rafmagnsbíla og bera höfuð og herðar yfir aðra bílaframleiðendur á því sviði. Af þeim eru 150.000 Nissan Leaf bílar, en aðrar bílgerðir eru Renault Zoe, Renault Twizy, Renault Kangoo og Nissan e-NV200 sendibíllinn. Þessi 200.000 bíla sala á rafmagnsbílum hefur átt sér stað frá því seint á árinu 2010, er Nissan kynnti Leaf bílinn. Renault-Nissan náði 100.000 bíla sölu á rafbílum í júlí í fyrra og því má reikna það út að fyrirtækin tvö selji að jafnaði 6.250 rafmagnsbíla á hverjum mánuði. Lang mest af því er Nissan Leaf, en af þeim bíl hafa selst 67.000 eintök í Bandaríkjunum, 46.500 í Japan og 31.000 í Evrópu. Aukning í rafmagnsbílasölu Renault-Nissan er 20% á þessu ári samanborið við síðasta ár. Renault-Nissan fullyrðir að fyrirtækin tvö eigi 58% af heimsmarkaðnum í rafmagnsbílasölu. Bílar frá þeim hefur nú þegar verið ekið 4 milljarða kílómetra og með því komið í veg fyrir 450 milljón kílóa útblástur af CO2. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent
Samstarfsfyrirtækin Renault-Nissan hafa nú selt samtals 200.000 rafmagnsbíla og bera höfuð og herðar yfir aðra bílaframleiðendur á því sviði. Af þeim eru 150.000 Nissan Leaf bílar, en aðrar bílgerðir eru Renault Zoe, Renault Twizy, Renault Kangoo og Nissan e-NV200 sendibíllinn. Þessi 200.000 bíla sala á rafmagnsbílum hefur átt sér stað frá því seint á árinu 2010, er Nissan kynnti Leaf bílinn. Renault-Nissan náði 100.000 bíla sölu á rafbílum í júlí í fyrra og því má reikna það út að fyrirtækin tvö selji að jafnaði 6.250 rafmagnsbíla á hverjum mánuði. Lang mest af því er Nissan Leaf, en af þeim bíl hafa selst 67.000 eintök í Bandaríkjunum, 46.500 í Japan og 31.000 í Evrópu. Aukning í rafmagnsbílasölu Renault-Nissan er 20% á þessu ári samanborið við síðasta ár. Renault-Nissan fullyrðir að fyrirtækin tvö eigi 58% af heimsmarkaðnum í rafmagnsbílasölu. Bílar frá þeim hefur nú þegar verið ekið 4 milljarða kílómetra og með því komið í veg fyrir 450 milljón kílóa útblástur af CO2.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent