Töluverð hálka er á landinu og þurfa ökumenn að fara varlega.
Snjóþekja og éljagangur er á Sandskeiði og Hellisheiði en hálkublettir og éljagangur í Þrengslum. Snjóþekja og éljagangur er á Mosfells og Lyngdalsheiði. Hálkublettir eða snjóþekja er á flestum leiðum á Suðurlandi en þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.
Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á flestum leiðum. Hálka er á Holtavörðuheiði en snjóþekja á Bröttubrekku, í Svínadal, á Vatnaleiði og Fróðárheiði.
Snjóþekja og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði en snjóþekja á Þröskuldum, Kleifarheiði, Hálfdán, og Mikladal. Hálka eða hálkublettir eru á öðrum leiðum á Vestfjörðum. Ekki eru komnar upplýsingar um færð á Hrafnseyrarheiði eða Dynjandisheiði.
Á Norðurlandi vestra er greiðfært þó er hálka á Vatnsskarði en á Norðurlandi eystra eru hálkubletti inn til landsins en greiðært með ströndinni.
Á Austurlandi er hálka á Fjarðarheiði en hálkublettir í Fagradal en annars að mestu greiðfært.
Hálka og snjóþekja víðsvegar um landið
Stefán Árni Pálsson skrifar
