Stefán Kjærnested: „Ég braut ekki lög“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. nóvember 2014 12:38 Stefán Kjærnested, sem var til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Brestir, segist ekki hafa brotið lög. Hann skrifaði þetta í athugasemd við frétt Vísis um málið í gær. Í þættinum var fjallað um aðbúnað leigjenda sem búa í herbergjum í húsum sem eru í eigu Stefáns. Húsin eru í iðnaðarhverfum í Kópavogi, Reykjavík og í Hafnarfirði. Stefán hefur áður verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Hann hótaði meðal annars ritstjóra Íslands í dag málsókn í apríl árið 2007, eftir að fjallað var um hús í hans eigu í þættinum. Stefán er skráður framkvæmdastjóri fjögurra fyrirtækja sem eiga eignir í Reykjavík, Kópavogi og í Hafnarfirði. Fyrirtækin eru öll í eigu félagsins LTC ehf, sem er í eigu Stefáns. Stefán er skráður stjórnarmaður í sex fyrirtækjum og prókúruhafi í sjö fyrirtækjum. Í Brestum í gærkvöldi fjallað um aðbúnað í þeim húsum sem Stefán leigir út. Reynt var að ná í Stefán sem vildi ekki tjá sig um málið. Blaðamaður Vísis gerði einnig tilraunir til að ná í Stefán en án árangurs. Mikil umræða spannst upp í kjölfar þáttarins og í athugasemdakerfinu við frétt Vísis var mikið ritað. Einn þeirra sem þar tjáði sig var fyrrum þingmaðurinn Þór Saari. Hann spurði: „Hvers vegna er þessi Stefán Kjærnested ekki í fangelsi?“ Stefán mætti sjálfur í athugasemdakerfið og svaraði þingmanninum fyrrverandi um hæl: „Því ég braut ekki lög.“ Stefán fjarlægði síðar athugasemdina. Stefán hefur áður verið til umfjöllunar á Vísi vegna slæms aðbúnaðar þeirra sem hjá honum leigja.Steingrímur Sævarr Ólafsson var ritstjóri Íslands í dag árið 2007.Hótaði að fara í mál við Ísland í dagÍ apríl 2007 var fjallað um eignir í eigu fyrirtækisins Húsaleigu ehf, sem Stefán var forsvarsmaður fyrir. Í húsum sem voru í eigu fyrirtækisins bjuggu erlendir verkamenn. Stefán var ósáttur við umfjöllun þáttarins og hótaði hann málsókn vegna hennar. Í áskorun sem lögmaður Húsaleigu ehf sendi Steingrími Sævarri Ólafssyni, þáverandi ritstjóra Íslands í dag, var skorað á þáttarstjórendur að hætta við áframhaldandi umfjöllun um Húsaleigu ehf. og forsvarsmenn þess til að „baka sér ekki auknar refsi- og skaðabótakröfur í fyrirhuguðu dómsmáli“. Stefán vildi meina að hann hefði ítrekað reynt að koma á framfæri ábendingum við Ísland í dag vegna málsins, en talað fyrir daufum eyrum. Steingrímur Sævarr tjáði sig um málið á sínum tíma og sagði þá: „Þátturinn hefur staðið Stefáni opinn og stendur honum opinn. Við höfum ítrekað reynt að fá hann til að tjá sig um þessi mál í þættinum en hann hefur alltaf hafnað því. Þess vegna kom þessi yfirlýsing okkur mjög á óvart. En að sjálfsögðu stöndum við við allt það sem við höfum verið að segja og höldum áfram með málið.“ Haldið var áfram að fjalla um þessi málefni í þættinum en lögsóknin var aldrei höfðuð.Hér má sjá skjáskot úr frétt NFS um aðbúnað pólskra verkamanna sem bjuggu í húsi sem var í eigu Stefáns.Pólverjar í tungumálaörðugleikumÁrið 2006 var fjallað um pólska verkamenn sem greiddu samtals 245 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir áttatíu fermetra íbúð. Í frétt Vísis um málið kom fram að mennirnir hafi verið bornir út eftir að hafa neitað að borga 35 þúsund króna auka tryggingu fyrir skemmdum á eignum. Þeir sögðu ekkert hafa verið inni í íbúðinni sem hægt væri að skemma annað en lítið sjónvarpstæki og þótti þetta ósanngjörn krafa. Mennirnir sögðu að eigur þeirra hafi verið bornar út á meðan þeir voru í vinnunni. Í frétt Vísis kom fram að Stefán Kjærnested hafi verið leigusali mannanna en hann neitaði að tjá sig um málið þá. Pólskumælandi Íslendingur kynntist mönnunum og hjálpaði þeim að koma máli sínu áfram. Hann hafði samband við Alþýðusamband Íslands sem tók málið til athugunar. Málið virðist ekki hafa náð fyrir dómstóla.Starfsmannaleiga og slæmur aðbúnaðurÍ kjölfar fréttarinnar sem birtist á Vísi árið 2006 tók fréttastofan NFS málið til umfjöllunar. Fréttamenn fóru í hús í Hafnarfirði þar sem þrettán Pólverjar bjuggu við nöturlegar aðstæður. Í frétt um málið kom fram að þessir pólsku verkamenn væru hér á landi á vegum starfsmannaleigunnar IntJob sem var í eigu Stefáns. Stefán hringdi á lögreglu vegna heimsóknar fréttamanna á Gistiheimilið sem hann átti og Pólverjarnir bjuggu í. Stefán vildi ekkert ræða um málið við fréttamenn NFS. Í fréttinni kom einnig fram að fréttamaður hefði haft samband við heilbrigðiseftirlit Kópavogsbæjar og Hafnarfjarðar. Þar fengust þau svör að enginn kæmist til að líta á aðbúnað pólsku verkamannanna vegna anna.Hér má sjá skjáskot úr Brestum sem voru á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi.Dæmdur í Héraðsdómi ReykjavíkurFyrr í mánuðinum var Stefán dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða Landsbankanum 50 milljónir króna, eins og greint var frá á Vísi. Málið er komið til vegna sjálfskuldarábyrgðar er Stefán tókst á hendur gagnvart Landsbanka Íslands. Þetta gerði Stefán í tegnslum við lán sem bankinn veitti Húsaleigu ehf. að upphæð 80 milljónum króna, sem var í eigu Stefáns en það var úrskurðað gjaldþrota í febrúar. Lánið var svokallað fjölmyntalán til fimm ára og sagði í lánssamningi. Vörn Stefáns í málinu snéri að því að krafa bankans yrði látin niður falla vegna fyrningar, að öllu leyti eða hluta, enda reiknist fyrningarfrestur krafna sem stofnist vegna vanefnda frá þeim degi þegar samningur sé vanefndur, en ekki hafi verið greitt af kröfu stefnanda síðan í september 2008 og almennur frestur kröfuréttinda sé fjögur ár. Fram kemur einnig í vörn Stefáns að rekstur fyrirtækisins Húsaleiga ehf. hafi hrunið í október 2008 og þá hafi hann orðið eignalaus. Stefán hafi því ekki haft neitt svigrúm til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt sjálfskuldarábyrgðinni. Því fór hann fram á það að verða sýknaður af kröfu Landsbankans.„Ekki ógna Stefáni Kjærnested“Í Brestum í gærkvöldi voru fjögur hús heimsótt, öll í eigu Stefáns. Stefán er eigandi fyrirtækisins LTC ehf sem á fyrirtækin Atlants Holding, D-13 og Framkvæmdaráð. Eignirnar eru í Funahöfða í Reykjavík, við Smiðjuveg í Kópavogi og í Dalshrauni í Hafnarfirði. Í þættinum var tilraun gerð til að tala við leigjendur sem búa í þessum húsum. Margir voru hræddir við að tjá sig og var fréttamönnum þáttarins vísað út úr einu húsinu við Funahöfða. Þá voru fréttamenn komnir inn í herbergi sem par leigir í húsinu, en var vísað út af húsverðinum sem sagði: „Ekki ógna Stefáni Kjærnested hérna. Þú skalt bara drífa þig.“Leigjendur sem rætt var við í þættinum lýstu aðbúnaðnum sem vægast sagt ógeðslegum. Þeir segja óþrifnaðinn algjöran, pöddur skríðandi um gólf og öllu lauslegu stolið. Þó segja þeir að aðbúnaður hafi bæst umtalsvert að undanförnu. „Hann er bara að bjóða upp á þjónustu sem eftirspurn er á. Það er betra að búa hér en hvergi,“ segir einn leigjandinn en flestir voru afar smeykir við að ræða aðbúnaðinn. Í þættinum í gærkvöldi kom fram að þáttarstjórnendur hafi heimildir fyrir því að fólk hafi átt í erfiðleikum með að fá tryggingu vegna leigunnar endurgreidda og er fyrrnefndur leigjandi þar á meðal. „Fólk sem átti að fá trygginguna til baka þurfti að berjast fyrir að fá hana aftur. Maður heyrði varla neitt frá honum (Stefáni). Til að fá mína tryggingu til baka þurfti ég að skera nokkra hjartastrengi í honum [...] Ég þurfti að semja mig niður til þess að hafa hann ekki á móti mér og fékk 35 þúsund í stað 50,“ sagði fyrrum leigjandi og húsvörður eins hússins í eigu Stefáns. Gerðar voru tilraunir til þess að ná í Stefán við vinnslu þessarar fréttar, en þær báru ekki árangur. Tengdar fréttir Stefán dæmdur til að greiða Landsbankanum 50 milljónir Stefán Kjærnested var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða Landsbankanum 50 milljónir króna. 20. nóvember 2014 15:28 Fátækrahverfin í Reykjavík: „Látið fólk vita af þessu“ Í næsta þætti Bresta verður skyggnst bakvið tjöldin í byggingum í Kópavogi og Hafnarfirði þar sem stórir hópar fólks búa í atvinnu- og iðnaðarhúsnæðum. 23. nóvember 2014 22:30 Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta var hræðilegt“ Húsverðir reyndu að koma í veg fyrir að aðstaðan yrði skoðuð. 24. nóvember 2014 21:16 Okrað á Pólverjum sem bjuggu sjö saman í íbúð Sjö Pólverjar sem bjuggu saman í 80 fermetra íbúð greiddu á mann 35 þúsund krónur í leigu á mánuði, eða 245 þúsund krónur samanlagt. Mennirnir leita nú réttar síns eftir að leigusali þeirra lét bera eigur þeirra út á meðan þeir voru í vinnu. 6. júlí 2006 12:20 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Stefán Kjærnested, sem var til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Brestir, segist ekki hafa brotið lög. Hann skrifaði þetta í athugasemd við frétt Vísis um málið í gær. Í þættinum var fjallað um aðbúnað leigjenda sem búa í herbergjum í húsum sem eru í eigu Stefáns. Húsin eru í iðnaðarhverfum í Kópavogi, Reykjavík og í Hafnarfirði. Stefán hefur áður verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Hann hótaði meðal annars ritstjóra Íslands í dag málsókn í apríl árið 2007, eftir að fjallað var um hús í hans eigu í þættinum. Stefán er skráður framkvæmdastjóri fjögurra fyrirtækja sem eiga eignir í Reykjavík, Kópavogi og í Hafnarfirði. Fyrirtækin eru öll í eigu félagsins LTC ehf, sem er í eigu Stefáns. Stefán er skráður stjórnarmaður í sex fyrirtækjum og prókúruhafi í sjö fyrirtækjum. Í Brestum í gærkvöldi fjallað um aðbúnað í þeim húsum sem Stefán leigir út. Reynt var að ná í Stefán sem vildi ekki tjá sig um málið. Blaðamaður Vísis gerði einnig tilraunir til að ná í Stefán en án árangurs. Mikil umræða spannst upp í kjölfar þáttarins og í athugasemdakerfinu við frétt Vísis var mikið ritað. Einn þeirra sem þar tjáði sig var fyrrum þingmaðurinn Þór Saari. Hann spurði: „Hvers vegna er þessi Stefán Kjærnested ekki í fangelsi?“ Stefán mætti sjálfur í athugasemdakerfið og svaraði þingmanninum fyrrverandi um hæl: „Því ég braut ekki lög.“ Stefán fjarlægði síðar athugasemdina. Stefán hefur áður verið til umfjöllunar á Vísi vegna slæms aðbúnaðar þeirra sem hjá honum leigja.Steingrímur Sævarr Ólafsson var ritstjóri Íslands í dag árið 2007.Hótaði að fara í mál við Ísland í dagÍ apríl 2007 var fjallað um eignir í eigu fyrirtækisins Húsaleigu ehf, sem Stefán var forsvarsmaður fyrir. Í húsum sem voru í eigu fyrirtækisins bjuggu erlendir verkamenn. Stefán var ósáttur við umfjöllun þáttarins og hótaði hann málsókn vegna hennar. Í áskorun sem lögmaður Húsaleigu ehf sendi Steingrími Sævarri Ólafssyni, þáverandi ritstjóra Íslands í dag, var skorað á þáttarstjórendur að hætta við áframhaldandi umfjöllun um Húsaleigu ehf. og forsvarsmenn þess til að „baka sér ekki auknar refsi- og skaðabótakröfur í fyrirhuguðu dómsmáli“. Stefán vildi meina að hann hefði ítrekað reynt að koma á framfæri ábendingum við Ísland í dag vegna málsins, en talað fyrir daufum eyrum. Steingrímur Sævarr tjáði sig um málið á sínum tíma og sagði þá: „Þátturinn hefur staðið Stefáni opinn og stendur honum opinn. Við höfum ítrekað reynt að fá hann til að tjá sig um þessi mál í þættinum en hann hefur alltaf hafnað því. Þess vegna kom þessi yfirlýsing okkur mjög á óvart. En að sjálfsögðu stöndum við við allt það sem við höfum verið að segja og höldum áfram með málið.“ Haldið var áfram að fjalla um þessi málefni í þættinum en lögsóknin var aldrei höfðuð.Hér má sjá skjáskot úr frétt NFS um aðbúnað pólskra verkamanna sem bjuggu í húsi sem var í eigu Stefáns.Pólverjar í tungumálaörðugleikumÁrið 2006 var fjallað um pólska verkamenn sem greiddu samtals 245 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir áttatíu fermetra íbúð. Í frétt Vísis um málið kom fram að mennirnir hafi verið bornir út eftir að hafa neitað að borga 35 þúsund króna auka tryggingu fyrir skemmdum á eignum. Þeir sögðu ekkert hafa verið inni í íbúðinni sem hægt væri að skemma annað en lítið sjónvarpstæki og þótti þetta ósanngjörn krafa. Mennirnir sögðu að eigur þeirra hafi verið bornar út á meðan þeir voru í vinnunni. Í frétt Vísis kom fram að Stefán Kjærnested hafi verið leigusali mannanna en hann neitaði að tjá sig um málið þá. Pólskumælandi Íslendingur kynntist mönnunum og hjálpaði þeim að koma máli sínu áfram. Hann hafði samband við Alþýðusamband Íslands sem tók málið til athugunar. Málið virðist ekki hafa náð fyrir dómstóla.Starfsmannaleiga og slæmur aðbúnaðurÍ kjölfar fréttarinnar sem birtist á Vísi árið 2006 tók fréttastofan NFS málið til umfjöllunar. Fréttamenn fóru í hús í Hafnarfirði þar sem þrettán Pólverjar bjuggu við nöturlegar aðstæður. Í frétt um málið kom fram að þessir pólsku verkamenn væru hér á landi á vegum starfsmannaleigunnar IntJob sem var í eigu Stefáns. Stefán hringdi á lögreglu vegna heimsóknar fréttamanna á Gistiheimilið sem hann átti og Pólverjarnir bjuggu í. Stefán vildi ekkert ræða um málið við fréttamenn NFS. Í fréttinni kom einnig fram að fréttamaður hefði haft samband við heilbrigðiseftirlit Kópavogsbæjar og Hafnarfjarðar. Þar fengust þau svör að enginn kæmist til að líta á aðbúnað pólsku verkamannanna vegna anna.Hér má sjá skjáskot úr Brestum sem voru á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi.Dæmdur í Héraðsdómi ReykjavíkurFyrr í mánuðinum var Stefán dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða Landsbankanum 50 milljónir króna, eins og greint var frá á Vísi. Málið er komið til vegna sjálfskuldarábyrgðar er Stefán tókst á hendur gagnvart Landsbanka Íslands. Þetta gerði Stefán í tegnslum við lán sem bankinn veitti Húsaleigu ehf. að upphæð 80 milljónum króna, sem var í eigu Stefáns en það var úrskurðað gjaldþrota í febrúar. Lánið var svokallað fjölmyntalán til fimm ára og sagði í lánssamningi. Vörn Stefáns í málinu snéri að því að krafa bankans yrði látin niður falla vegna fyrningar, að öllu leyti eða hluta, enda reiknist fyrningarfrestur krafna sem stofnist vegna vanefnda frá þeim degi þegar samningur sé vanefndur, en ekki hafi verið greitt af kröfu stefnanda síðan í september 2008 og almennur frestur kröfuréttinda sé fjögur ár. Fram kemur einnig í vörn Stefáns að rekstur fyrirtækisins Húsaleiga ehf. hafi hrunið í október 2008 og þá hafi hann orðið eignalaus. Stefán hafi því ekki haft neitt svigrúm til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt sjálfskuldarábyrgðinni. Því fór hann fram á það að verða sýknaður af kröfu Landsbankans.„Ekki ógna Stefáni Kjærnested“Í Brestum í gærkvöldi voru fjögur hús heimsótt, öll í eigu Stefáns. Stefán er eigandi fyrirtækisins LTC ehf sem á fyrirtækin Atlants Holding, D-13 og Framkvæmdaráð. Eignirnar eru í Funahöfða í Reykjavík, við Smiðjuveg í Kópavogi og í Dalshrauni í Hafnarfirði. Í þættinum var tilraun gerð til að tala við leigjendur sem búa í þessum húsum. Margir voru hræddir við að tjá sig og var fréttamönnum þáttarins vísað út úr einu húsinu við Funahöfða. Þá voru fréttamenn komnir inn í herbergi sem par leigir í húsinu, en var vísað út af húsverðinum sem sagði: „Ekki ógna Stefáni Kjærnested hérna. Þú skalt bara drífa þig.“Leigjendur sem rætt var við í þættinum lýstu aðbúnaðnum sem vægast sagt ógeðslegum. Þeir segja óþrifnaðinn algjöran, pöddur skríðandi um gólf og öllu lauslegu stolið. Þó segja þeir að aðbúnaður hafi bæst umtalsvert að undanförnu. „Hann er bara að bjóða upp á þjónustu sem eftirspurn er á. Það er betra að búa hér en hvergi,“ segir einn leigjandinn en flestir voru afar smeykir við að ræða aðbúnaðinn. Í þættinum í gærkvöldi kom fram að þáttarstjórnendur hafi heimildir fyrir því að fólk hafi átt í erfiðleikum með að fá tryggingu vegna leigunnar endurgreidda og er fyrrnefndur leigjandi þar á meðal. „Fólk sem átti að fá trygginguna til baka þurfti að berjast fyrir að fá hana aftur. Maður heyrði varla neitt frá honum (Stefáni). Til að fá mína tryggingu til baka þurfti ég að skera nokkra hjartastrengi í honum [...] Ég þurfti að semja mig niður til þess að hafa hann ekki á móti mér og fékk 35 þúsund í stað 50,“ sagði fyrrum leigjandi og húsvörður eins hússins í eigu Stefáns. Gerðar voru tilraunir til þess að ná í Stefán við vinnslu þessarar fréttar, en þær báru ekki árangur.
Tengdar fréttir Stefán dæmdur til að greiða Landsbankanum 50 milljónir Stefán Kjærnested var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða Landsbankanum 50 milljónir króna. 20. nóvember 2014 15:28 Fátækrahverfin í Reykjavík: „Látið fólk vita af þessu“ Í næsta þætti Bresta verður skyggnst bakvið tjöldin í byggingum í Kópavogi og Hafnarfirði þar sem stórir hópar fólks búa í atvinnu- og iðnaðarhúsnæðum. 23. nóvember 2014 22:30 Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta var hræðilegt“ Húsverðir reyndu að koma í veg fyrir að aðstaðan yrði skoðuð. 24. nóvember 2014 21:16 Okrað á Pólverjum sem bjuggu sjö saman í íbúð Sjö Pólverjar sem bjuggu saman í 80 fermetra íbúð greiddu á mann 35 þúsund krónur í leigu á mánuði, eða 245 þúsund krónur samanlagt. Mennirnir leita nú réttar síns eftir að leigusali þeirra lét bera eigur þeirra út á meðan þeir voru í vinnu. 6. júlí 2006 12:20 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Stefán dæmdur til að greiða Landsbankanum 50 milljónir Stefán Kjærnested var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða Landsbankanum 50 milljónir króna. 20. nóvember 2014 15:28
Fátækrahverfin í Reykjavík: „Látið fólk vita af þessu“ Í næsta þætti Bresta verður skyggnst bakvið tjöldin í byggingum í Kópavogi og Hafnarfirði þar sem stórir hópar fólks búa í atvinnu- og iðnaðarhúsnæðum. 23. nóvember 2014 22:30
Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta var hræðilegt“ Húsverðir reyndu að koma í veg fyrir að aðstaðan yrði skoðuð. 24. nóvember 2014 21:16
Okrað á Pólverjum sem bjuggu sjö saman í íbúð Sjö Pólverjar sem bjuggu saman í 80 fermetra íbúð greiddu á mann 35 þúsund krónur í leigu á mánuði, eða 245 þúsund krónur samanlagt. Mennirnir leita nú réttar síns eftir að leigusali þeirra lét bera eigur þeirra út á meðan þeir voru í vinnu. 6. júlí 2006 12:20