Henrik Stenson í kunnuglegri stöðu í Dubai 21. nóvember 2014 15:58 Stenson leiðir eftir tvo hringi. AP/Getty Svíinn Henrik Stenson kann greinilega vel við sig í Dubai en hann er í forystu á DP World Championship mótinu sem fram fer á Jumeirah vellinum. Stenson, sem sigraði í mótinu í fyrra með sex högga mun, er á tíu höggum undir pari eftir fyrstu tvo hringina eftir að hafa leikið á 66 höggum í dag eða sex undir pari. Hann á tvö högg á næstu menn sem eru þeir Danny Willett, Richie Ramsey og sjálfur Rory Mcilroy en þeir eru allir á átta höggum undir pari eftir hringina tvo. Margir sterkir kylfingar eru síðan á fimm, sex eða sjö höggum undir pari og því má Stenson búast við harðri baráttu um helgina ef hann ætlar að verja titilinn. Tilþrif dagsins í dag átti þó Írinn Shane Lowry en hann leiddi mótið eftir fyrsta hring. Hann fór holu í höggi á 13. holu sem er 190 metra löng en hann lék ekki eins vel og í gær og kom inn á 71 höggi eða einu undir pari. Hann deilir fimmta sætinu með nokkrum öðrum kylfingum á sjö undir pari. Golf Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Meistararnir mæta toppliðinu Körfubolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Svíinn Henrik Stenson kann greinilega vel við sig í Dubai en hann er í forystu á DP World Championship mótinu sem fram fer á Jumeirah vellinum. Stenson, sem sigraði í mótinu í fyrra með sex högga mun, er á tíu höggum undir pari eftir fyrstu tvo hringina eftir að hafa leikið á 66 höggum í dag eða sex undir pari. Hann á tvö högg á næstu menn sem eru þeir Danny Willett, Richie Ramsey og sjálfur Rory Mcilroy en þeir eru allir á átta höggum undir pari eftir hringina tvo. Margir sterkir kylfingar eru síðan á fimm, sex eða sjö höggum undir pari og því má Stenson búast við harðri baráttu um helgina ef hann ætlar að verja titilinn. Tilþrif dagsins í dag átti þó Írinn Shane Lowry en hann leiddi mótið eftir fyrsta hring. Hann fór holu í höggi á 13. holu sem er 190 metra löng en hann lék ekki eins vel og í gær og kom inn á 71 höggi eða einu undir pari. Hann deilir fimmta sætinu með nokkrum öðrum kylfingum á sjö undir pari.
Golf Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Meistararnir mæta toppliðinu Körfubolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira