Ef vindhraði væri mældur í km/klst Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. nóvember 2014 22:14 Eigandi þessa hjólhýsis ók af stað í of miklum vindi. vísir/anton Vindur er aftur kominn á fleygiferð eftir að lægt hafði um kaffileytið. Þeir björgunarsveitarmenn sem ekki eru í útkalli eru flestir í viðbragðsstöðu en þónokkuð hefur verið um útköll í allan dag. Mesti vindhraði á landinu samkvæmt heimasíðu Veðurstofunnar hafa mælst á Stórhöfða í Vestmannaeyjum en þar mældist tæpir fjörutíu metrar á sekúndu. „Metrar á sekúndu er mælieingin beint upp úr alþjóðlega SI-kerfinu. Sú mælieingin varð fyrir valinu á vindinn þar sem hún er langnákvæmust,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hér á árum áður var vindur mældur í vindstigum og náði sá skali frá núll upp í tólf. Eitt vindstig kallast andvari, fimm kallast kaldi, tíu rok og tólf eru fárviðri. „Vindstigin gömlu þóttu ekki nógu nákvæm. Oft á tíðum var spáð til að mynda að vindur yrði sjö til átta vindstig en það er þá á bilinu þrettán til tuttugu metrar á sekúndu.“ Nú á dögum erum við vanari því að heyra talað um vindhraða í metrum á sekúndu. Fæst tengjum við það þó við neitt annað en vind. Til gamans höfum við á Vísi umreiknað fáeina vindhraðatölur úr metrum á sekúndu yfir í kílómetra á klukkustund. Mesti vindhraði í Surtsey í dag hefur til að mynda verið 29 m/s en það samsvarar um 105 km/klst. Áðurnefnd vindhviða á Stórhöfða var á 140 km/klst. Í morgun var ökumaður til að mynda tekinn á svipuðum hraða við Smáralind. „Fólk heldur oft að það tengi mjög vel við mælieininguna kílómetra á klukkustund en í oft áttar það sig ekkert á hraðanum fyrr en það lendir í óhappi. Í raun áttar það sig ekkert frekar á því heldur en metrum á sekúndu,“ segir Elín að lokum. Í kjölfar þessa er rétt að minna fólk á að vera ekki á ferli að óþörfu og koma í veg fyrir að lausamunir takist á loft utandyra. Veður Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Vindur er aftur kominn á fleygiferð eftir að lægt hafði um kaffileytið. Þeir björgunarsveitarmenn sem ekki eru í útkalli eru flestir í viðbragðsstöðu en þónokkuð hefur verið um útköll í allan dag. Mesti vindhraði á landinu samkvæmt heimasíðu Veðurstofunnar hafa mælst á Stórhöfða í Vestmannaeyjum en þar mældist tæpir fjörutíu metrar á sekúndu. „Metrar á sekúndu er mælieingin beint upp úr alþjóðlega SI-kerfinu. Sú mælieingin varð fyrir valinu á vindinn þar sem hún er langnákvæmust,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hér á árum áður var vindur mældur í vindstigum og náði sá skali frá núll upp í tólf. Eitt vindstig kallast andvari, fimm kallast kaldi, tíu rok og tólf eru fárviðri. „Vindstigin gömlu þóttu ekki nógu nákvæm. Oft á tíðum var spáð til að mynda að vindur yrði sjö til átta vindstig en það er þá á bilinu þrettán til tuttugu metrar á sekúndu.“ Nú á dögum erum við vanari því að heyra talað um vindhraða í metrum á sekúndu. Fæst tengjum við það þó við neitt annað en vind. Til gamans höfum við á Vísi umreiknað fáeina vindhraðatölur úr metrum á sekúndu yfir í kílómetra á klukkustund. Mesti vindhraði í Surtsey í dag hefur til að mynda verið 29 m/s en það samsvarar um 105 km/klst. Áðurnefnd vindhviða á Stórhöfða var á 140 km/klst. Í morgun var ökumaður til að mynda tekinn á svipuðum hraða við Smáralind. „Fólk heldur oft að það tengi mjög vel við mælieininguna kílómetra á klukkustund en í oft áttar það sig ekkert á hraðanum fyrr en það lendir í óhappi. Í raun áttar það sig ekkert frekar á því heldur en metrum á sekúndu,“ segir Elín að lokum. Í kjölfar þessa er rétt að minna fólk á að vera ekki á ferli að óþörfu og koma í veg fyrir að lausamunir takist á loft utandyra.
Veður Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira