Skáldlegir Morthens-bræður taka fárviðrinu fagnandi Jakob Bjarnar skrifar 30. nóvember 2014 15:00 Óveðrið vekur skáldið í brjóstum þeirra Morthens-bræðra. Vísir Meðan landsmenn flestir, margir kvíðafullir, búa sig undir að taka á móti óveðrinu sem nú þjarmar að Íslandi og stöðugt færist í aukana eru þeir til sem ákalla veðurguðina fagnandi. Listabræðurnir góðu, þeir Bubbi Morthens og Tolli Morthens, hafa hvor um sig sent vinum sínum á Facebook uppörvunarorð. Og víst er að margir kunna vel að meta texta þeirra sem slær útí að mega heita prósaljóð, innblásin af vaxandi vindinum. Báðir heyra kunna þeir að nema tónlistina og taktinn sem veðurgnýrinn lemur.Tolli.Vísir/VilhelmSlær hraustlega inn íslenska blúsinnLíkast er sem Morthens-bræðurnir ákalli veðurguðina, rétt að gefa þeim orðið, og best að sá eldri, Tolli, hefji leikinn:Stormur af hafi er að skella á eyjuna, allskonar kort og upplýsingar ásamt varnaðar orðum birtast í fjölmiðlum, sögur rifjaðar upp af stormum fyrri tíma og tíundað tjón og harmur sem smellirnir hafa valdið.Maður heyrir hvernig vaxandi dynur stormsins reynir að kæfa klukknahljóminn úr Hallgrímskirkju sem slær inn sunnudagsmorgna fyrir trúaða og aðra í einhverjum efa.Mér finnst eins og verið sé að búa okkur undir hátíðargjörning í boði móður nátturu og spennan magnast, hvaða þök fara af stað, fýkur gúmmíhöllin í Hveragerði? Sökkva bátar, eru einhverjir útlendingar á flandri þarna út í auðninni á litla bílaleigubílnum eða maður fer í smá sjálfselsku og hugsar hvort einhverjir gestir komist á opnunina hjá okkur á morgun út á Granda eða verður þetta bara pólitískur stormur sem er ekki neitt neitt þegar á reynir.Ég ímynda mér blágráa ábreiðu stormsins leggjast yfir landið og þar undir þessi kraumandi eldur í Nornahrauni og finnst þetta djöfull flott sviðsmynd og flottur bakgrunnur fyrir aðventuna og slá hraustlega inn íslenska blúsinn.ást og friður.Bubbi.Vísir/StefánÞetta verða flottir tónleikarBubbi kann ekki síður að ávarpa náttúruöflin og persónugera. Hann sér fyrir sér stórfenglega pönksvítu nú þegar vindurinn eykst:Lognið úti mun hörfa ég heyri niðinn í fjarska bakvið fjallið veit hvað mun koma ég mun bjóða því fagnandi með opinn faðminn enda er annað ekki hægt -:) veðrið sem í vændum er eins og taugakerfi skálda á aðventunni upphafstónar hljómkviðunar mun byrja í fjallinu hjá mér þúngur bassaniður í moll síðan taka grenitrén við með háværu björtu hvissi þá aspirnar síðan kemur þögn í smá stund þegar þögninni lýkur mun dalurinn taka undir það kanski hljómar sem hávært öskur en ef grannt er hlustað þá getur þú heyrt björtu dúrhljómana í bland við mollinn þarna eru ögnvar sjöundir eða fís hljómar og áður en þú veist er skollinn á pönksvíta sem á ekki sinn líkan þegar fjall er í nokkra metra fjarlægð og þú í fangi dalsins þá er bara eitt að gera setjast í besta sætið og njóta.PS núna skella hvígráar slydduhryðjurnar á fjallshlíðinni og vindurinn fylgir með grá birtan einhvernveginn nær ekki ljósstiginu heldur er eins og fölt myrkur vatnið orðið úfið og úlfgrátt þetta verða flottir tónleikar. Veður Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Meðan landsmenn flestir, margir kvíðafullir, búa sig undir að taka á móti óveðrinu sem nú þjarmar að Íslandi og stöðugt færist í aukana eru þeir til sem ákalla veðurguðina fagnandi. Listabræðurnir góðu, þeir Bubbi Morthens og Tolli Morthens, hafa hvor um sig sent vinum sínum á Facebook uppörvunarorð. Og víst er að margir kunna vel að meta texta þeirra sem slær útí að mega heita prósaljóð, innblásin af vaxandi vindinum. Báðir heyra kunna þeir að nema tónlistina og taktinn sem veðurgnýrinn lemur.Tolli.Vísir/VilhelmSlær hraustlega inn íslenska blúsinnLíkast er sem Morthens-bræðurnir ákalli veðurguðina, rétt að gefa þeim orðið, og best að sá eldri, Tolli, hefji leikinn:Stormur af hafi er að skella á eyjuna, allskonar kort og upplýsingar ásamt varnaðar orðum birtast í fjölmiðlum, sögur rifjaðar upp af stormum fyrri tíma og tíundað tjón og harmur sem smellirnir hafa valdið.Maður heyrir hvernig vaxandi dynur stormsins reynir að kæfa klukknahljóminn úr Hallgrímskirkju sem slær inn sunnudagsmorgna fyrir trúaða og aðra í einhverjum efa.Mér finnst eins og verið sé að búa okkur undir hátíðargjörning í boði móður nátturu og spennan magnast, hvaða þök fara af stað, fýkur gúmmíhöllin í Hveragerði? Sökkva bátar, eru einhverjir útlendingar á flandri þarna út í auðninni á litla bílaleigubílnum eða maður fer í smá sjálfselsku og hugsar hvort einhverjir gestir komist á opnunina hjá okkur á morgun út á Granda eða verður þetta bara pólitískur stormur sem er ekki neitt neitt þegar á reynir.Ég ímynda mér blágráa ábreiðu stormsins leggjast yfir landið og þar undir þessi kraumandi eldur í Nornahrauni og finnst þetta djöfull flott sviðsmynd og flottur bakgrunnur fyrir aðventuna og slá hraustlega inn íslenska blúsinn.ást og friður.Bubbi.Vísir/StefánÞetta verða flottir tónleikarBubbi kann ekki síður að ávarpa náttúruöflin og persónugera. Hann sér fyrir sér stórfenglega pönksvítu nú þegar vindurinn eykst:Lognið úti mun hörfa ég heyri niðinn í fjarska bakvið fjallið veit hvað mun koma ég mun bjóða því fagnandi með opinn faðminn enda er annað ekki hægt -:) veðrið sem í vændum er eins og taugakerfi skálda á aðventunni upphafstónar hljómkviðunar mun byrja í fjallinu hjá mér þúngur bassaniður í moll síðan taka grenitrén við með háværu björtu hvissi þá aspirnar síðan kemur þögn í smá stund þegar þögninni lýkur mun dalurinn taka undir það kanski hljómar sem hávært öskur en ef grannt er hlustað þá getur þú heyrt björtu dúrhljómana í bland við mollinn þarna eru ögnvar sjöundir eða fís hljómar og áður en þú veist er skollinn á pönksvíta sem á ekki sinn líkan þegar fjall er í nokkra metra fjarlægð og þú í fangi dalsins þá er bara eitt að gera setjast í besta sætið og njóta.PS núna skella hvígráar slydduhryðjurnar á fjallshlíðinni og vindurinn fylgir með grá birtan einhvernveginn nær ekki ljósstiginu heldur er eins og fölt myrkur vatnið orðið úfið og úlfgrátt þetta verða flottir tónleikar.
Veður Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira