„Glórulaus stórhríð“ er nú á Vestfjörðum samkvæmt veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands. Vindhraði náði hámarki á milli átta og níu og mun vera hár áfram fram eftir kvöldi. Í nótt og á morgun er spá stormi eða 18 til 23 metrum á sekúndu.
Ekki hefur enn verið mikið um útköll björgunarsveita á Vestfjörðum samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu. Þó brotnaði rúða í Bolungarvík síðdegis og þakplötur losnuðu. Þá voru ökumenn aðstoðaðir þar sem annar sat fastur í Súðarvíkurhlið og hinn hafði farið út af í Tungudal.
Þó mikið rok sé út við sjóinn og upp á heiðum á Vestfjörðum er þó hægviðri inn á sumum fjörðum eins og Bíldudal.
„Glórulaus stórhríð“
Samúel Karl Ólason skrifar