Á kortinu á vefnum Nullschool er hægt að skoða veður og vinda um heim allan.
Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að á fjallvegum suðvestanlands sé orðið hvasst og takmarkað skyggni vegna snjókomu og skafrennings.
Reiknað er með veðurhæð sunnan- og vestanlands, 23-28 m/s sem nær hámarki skömmu fyrir miðnætti. Spáð er vindhviðum yfir 30 m/s á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli frá því á milli kl. 17 og 18 og allt að 40-50 m/s síðar í kvöld. Eins undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Skafrenningur verður víða á landinu í kvöld og nótt og á Austfjörðum er á fjallvegum spáð dimmri hríð með mikilli snjókomu seint í kvöld og í nótt.
earth