Sítrónur eru til margs nytsamlegar og eiga þær víst að vera meinhollar fyrir okkur mannfólkið.
En það er einnig hægt að nota sítrónur í ýmis húsverk - til dæmis til að þrífa örbylgjuofninn.
Hitið vatn í bolla með nokkrum sítrónusneiðum í örbylgjuofninum þar til glerið framan á ofninum er orðið fullt af móðu. Slökkvið þá á örbylgjuofninum og leyfið bollanum að vera inni í örbylgjuofninum í fimmtán mínútur. Opnið örbylgjuofninn og þrífið alla fituna og skítinn sem hefur safnast saman í ofninum.
Sítrónuvatnið gerir það að verkum að auðveldara er að þrífa öll óhreinindi úr ofninum.
Húsráð: Þrífðu örbylgjuofninn með sítrónu
Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
