Golf

Tíu ára bið Daly á enda

Daly púttar í Tyrklandi.
Daly púttar í Tyrklandi. vísir/getty
Lífið leikur við kylfinginn skrautlega, John Daly, þessa dagana.

Hann trúlofaði sig í síðustu viku og fylgdi því eftir með því að vinna sitt fyrsta golfmót í heil tíu ár.

Daly er búinn að gifta sig fjórum sinnum en hann gefst ekki upp. Kærasta hans til margra ára, Anna Cladakis, samþykkti að giftast honum í vikunni.

Hann fór í kjölfarið fullur sjálfstraust á mót í Tyrklandi sem hann vann með einu höggi. Frábær vika hjá Daly.

Síðast vann hann mót árið 2004 og biðin því búin að vera löng hjá honum.

Daly hefur unnið tvö risamót á ferlinum. Hann vann PGA-mótið árið 1991 og Opna breska fjórum árum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×