Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis á mánudag til að ræða sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. Þetta staðfestir Frosti Sigurjónsson, formaður nefndarinnar, í samtali við Vísi.
RÚV greindi frá því fyrr í kvöld að Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hefði verið kallaður á fund nefndarinnar til að ræða söluna. Frosti segir þó óvíst hvort Steinþór mæti sem fulltrúi bankans eða einhver annar.
Nokkrir þingmenn hafa undanfarið kallað eftir því að salan á Borgun verði skoðuð, eftir að greint var frá því að bankinn seldi hlutinn sinn fyrir luktum dyrum en ekki í opnu söluferli. Landsbankinn er að langmestu leyti í eigu ríkisins.
„Við ætlum að fræðast um þetta söluferli,“ segir Frosti. „Margir þingmenn hafa spurningar og það er sjálfsagt að þeir fái að leggja þær fram.“
Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis
![Þingmenn hafa spurningar um sölu bankans á Borgun.](https://www.visir.is/i/FFE0BB190EE41C855D69D46829BEF7AB4770F1626BA9DA631A562D68A681DCF1_713x0.jpg)
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/4989BDA68753D3DCEDA497E0CD8D1F1F2E5F5DB2F8EB062BE4C54BBD03B8E4A1_308x200.jpg)
Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun.
![](https://www.visir.is/i/F55DF37845833F8E3AC41402BE5482B70CD37F4ED43D151C44C95F2AEAB5E048_308x200.jpg)
![](https://www.visir.is/i/6DC70A6F7089D3B56AF81B9D37E5DA3E303B45711D3FBF7F996C575675CA6797_308x200.jpg)
Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun
Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna.