Minnkandi eftirspurn eftir bílum í Kína Finnur Thorlacius skrifar 5. desember 2014 15:09 Frá bílasölu í Kína. Hin gríðarlega aukning sem verið hefur á undanförnum árum eftir bílum í Kína hefur nú loks minnkað og bílar hlaðast nú upp hjá mörgum bílasölum þar eystra. Er svo komið að þeir eru farnir að bjóða afslætti á bílum eins og þekkjast í Evrópu og Bandaríkjunum til að koma bílum sínum út. Það hefur orðið til að margar þeirra eru ekki lengur reknar með hagnaði og gætu margar þeirra farið á hausinn á næstunni. Bílaframleiðendur hafa á undanförnum árum keppst við að flytja inn bíla sem og að setja upp eigin bílaverksmiður í Kína og hafa sumir þeirra jafnvel farið offari og gert ráð fyrir álíka vexti og hefur verið undanfarin ár. Það gæti komið í bakið á þeim ef að eftirspurnin fer áfram minnkandi. Engu að síður eru áform sumra bílaframleiðenda stórtæk. Dæmi um það er Volkswagen sem ætlar að auka framleiðslu sína í 4 milljónir bíla í Kína til 2018, en Volkswagen seldi 3,1 milljón bíla þarlendis í fyrra. Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent
Hin gríðarlega aukning sem verið hefur á undanförnum árum eftir bílum í Kína hefur nú loks minnkað og bílar hlaðast nú upp hjá mörgum bílasölum þar eystra. Er svo komið að þeir eru farnir að bjóða afslætti á bílum eins og þekkjast í Evrópu og Bandaríkjunum til að koma bílum sínum út. Það hefur orðið til að margar þeirra eru ekki lengur reknar með hagnaði og gætu margar þeirra farið á hausinn á næstunni. Bílaframleiðendur hafa á undanförnum árum keppst við að flytja inn bíla sem og að setja upp eigin bílaverksmiður í Kína og hafa sumir þeirra jafnvel farið offari og gert ráð fyrir álíka vexti og hefur verið undanfarin ár. Það gæti komið í bakið á þeim ef að eftirspurnin fer áfram minnkandi. Engu að síður eru áform sumra bílaframleiðenda stórtæk. Dæmi um það er Volkswagen sem ætlar að auka framleiðslu sína í 4 milljónir bíla í Kína til 2018, en Volkswagen seldi 3,1 milljón bíla þarlendis í fyrra.
Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent