Woods: Stutta spilið var hræðilegt 5. desember 2014 16:45 Tiger Woods AP Tiger Woods lýsti stutta spilinu hjá sér sem „hræðilegu“ eftir fyrsta hring á Hero World Challenge í gær enda virtist þessi goðsagnakenndi kylfingur eiga langt í land til þess að berjast við þá bestu á ný eftir langt hlé vegna meiðsla. Woods lék Isleworth völlinn í Flórída, sem hefur verið heimavöllur hans til margra ára, á 77 höggum í gær eða fimm yfir pari en hann virtist sjálfur mjög hissa á frammistöðu sinni í viðtali við fréttamenn eftir hringinn. „Þetta var svona einn af þessum dögum þar sem ekkert gekk eftir hjá mér. Ég sló mörg góð högg en mér tókst ekki að nýta þá sénsa sem ég bjó til.“ Þá segir Woods að hann hafi ekki hugmynd um af hverju stutta spilið gekk svona illa en hann þurfti stundum að vippa tvisvar inn á flatir sem hann hitti ekki af örfáum metrum. „Það var ekkert sem undirbjó mig undir þetta, stutta spilið var hræðilegt. Ég á bara erfitt með að átta mig hvernig ég fór að því að klúðra einföldum vippum á svona hátt.“ Það verður áhugavert að fylgjast með því í hvernig stuði Woods mætir til leiks í dag en annar hringur frá Isleworth verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 í kvöld. Golf Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods lýsti stutta spilinu hjá sér sem „hræðilegu“ eftir fyrsta hring á Hero World Challenge í gær enda virtist þessi goðsagnakenndi kylfingur eiga langt í land til þess að berjast við þá bestu á ný eftir langt hlé vegna meiðsla. Woods lék Isleworth völlinn í Flórída, sem hefur verið heimavöllur hans til margra ára, á 77 höggum í gær eða fimm yfir pari en hann virtist sjálfur mjög hissa á frammistöðu sinni í viðtali við fréttamenn eftir hringinn. „Þetta var svona einn af þessum dögum þar sem ekkert gekk eftir hjá mér. Ég sló mörg góð högg en mér tókst ekki að nýta þá sénsa sem ég bjó til.“ Þá segir Woods að hann hafi ekki hugmynd um af hverju stutta spilið gekk svona illa en hann þurfti stundum að vippa tvisvar inn á flatir sem hann hitti ekki af örfáum metrum. „Það var ekkert sem undirbjó mig undir þetta, stutta spilið var hræðilegt. Ég á bara erfitt með að átta mig hvernig ég fór að því að klúðra einföldum vippum á svona hátt.“ Það verður áhugavert að fylgjast með því í hvernig stuði Woods mætir til leiks í dag en annar hringur frá Isleworth verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 í kvöld.
Golf Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira