Audi rafmagnsjepplingur mun keppa við Tesla Model X Finnur Thorlacius skrifar 5. desember 2014 11:05 Audi Q8. Audi ætlar ekki að leyfa Tesla að eiga sviðið með komandi rafjepplingi sínum, Tesla Model X. Von er á Tesla Model X á markað á næsta ári og Audi mun væntanlega ekki verða á undan Tesla að bjóða rafmagnsjeppling og líklega ekki fyrr en árið 2017. Hann á að komast jafn langt á hleðslunni og Tesla Model X, eða um 500 kílómetra og að uppfylla öll skilyrði til sölu í Bandaríkjunum. Fyrri fréttir frá Audi hermdu að næsti rafbíll þeirra yrði Audi Q8 sem er ennþá stærri jeppi en Q7. Átti hann að fá sömu rafmagnsdrifrás og Audi R8 e-tron, með rafmótora á bæði fram- og afturöxlum. Audi R8 e-tron kemur á markað á næsta ári. Líklegt þykir að bæði Audi R8 e-tron og Audi Q8 verði einnig boðnir sem tvinnbílar, þ.e. með bensínvél og rafmótorum. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent
Audi ætlar ekki að leyfa Tesla að eiga sviðið með komandi rafjepplingi sínum, Tesla Model X. Von er á Tesla Model X á markað á næsta ári og Audi mun væntanlega ekki verða á undan Tesla að bjóða rafmagnsjeppling og líklega ekki fyrr en árið 2017. Hann á að komast jafn langt á hleðslunni og Tesla Model X, eða um 500 kílómetra og að uppfylla öll skilyrði til sölu í Bandaríkjunum. Fyrri fréttir frá Audi hermdu að næsti rafbíll þeirra yrði Audi Q8 sem er ennþá stærri jeppi en Q7. Átti hann að fá sömu rafmagnsdrifrás og Audi R8 e-tron, með rafmótora á bæði fram- og afturöxlum. Audi R8 e-tron kemur á markað á næsta ári. Líklegt þykir að bæði Audi R8 e-tron og Audi Q8 verði einnig boðnir sem tvinnbílar, þ.e. með bensínvél og rafmótorum.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent