Hummer Rússlands Finnur Thorlacius skrifar 5. desember 2014 10:02 ZIL hertrukkurinn tekst á við snjóinn. ZIL bílaframleiðandinn rússneski hefur nú framleitt torfærubíl fyrir rússneska herinn og auðveldlega mætti segja að hér sé kominn Hummer þeirra Rússa. Bíllinn ætti að komast leiðar sinnar í ófærð, enda mjög háfættur og á stórum dekkjum. Bíllinn er einstaklega léttur miðað við stærð, eða aðeins 2,5 tonn. Það er svipuð þyngd og á meðalstórum jeppa, en þessi bíll er miklu stærri í sniðum. Það er kannski eins gott að þessi bíll sé léttur þar sem vélin í honum er enginn kraftaköggull. Hún er 183 hestafla og fjögurra strokka Cummins dísilvél. Margt frumstætt einkennir þennan bíl, til dæmis er hann á blaðfjöðrum og með „Drum“ bremsur. Hann tekur 10 farþega og gert er ráð fyrir því að tveir þeirra sem sitja við afturhorn bílsins geti skotið gegnum op úr bílnum á ferð. Innanrými herbílsins. Opna má bílinn á ýmsa vegu. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent
ZIL bílaframleiðandinn rússneski hefur nú framleitt torfærubíl fyrir rússneska herinn og auðveldlega mætti segja að hér sé kominn Hummer þeirra Rússa. Bíllinn ætti að komast leiðar sinnar í ófærð, enda mjög háfættur og á stórum dekkjum. Bíllinn er einstaklega léttur miðað við stærð, eða aðeins 2,5 tonn. Það er svipuð þyngd og á meðalstórum jeppa, en þessi bíll er miklu stærri í sniðum. Það er kannski eins gott að þessi bíll sé léttur þar sem vélin í honum er enginn kraftaköggull. Hún er 183 hestafla og fjögurra strokka Cummins dísilvél. Margt frumstætt einkennir þennan bíl, til dæmis er hann á blaðfjöðrum og með „Drum“ bremsur. Hann tekur 10 farþega og gert er ráð fyrir því að tveir þeirra sem sitja við afturhorn bílsins geti skotið gegnum op úr bílnum á ferð. Innanrými herbílsins. Opna má bílinn á ýmsa vegu.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent