Gallonið af bensíni undir 2 dollara vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 4. desember 2014 15:45 Þeir gleðjast bíleigendurnir í Bandaríkjunum um þessar mundir, sem víðar. Á bensínstöð einni í Oklahoma City í Bandaríkjunum má nú kaupa gallonið af bensíni á 1,99 dollara. Það samsvarar 65 krónum á hvern líter, eða 3,37 sinnum lægra en það verð sem í boði er á ódýrustu bensínstöðinni hérlendis. Meðalbensínverð í Bandaríkjunum er nú 2,746 dollarar, en mikill munur getur verið á milli bensínstöðva og fylkja þarlendis. Bensínverð hefur lækkað mjög hratt á undanförnum mánuðum og ræður þar mestu mikið framboð þess, þar sem OPEC ríkin hafa ekki viljað minnka framleiðslu sína og Bandaríkjamenn hafa að auki stóraukið framleiðslu sína með „fracking“-vinnslu á olíu. Áfram er spáð lækkun verðs á bensíni, sem og aukinni sölu á bílum í Bandaríkjunum þess vegna. Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent
Á bensínstöð einni í Oklahoma City í Bandaríkjunum má nú kaupa gallonið af bensíni á 1,99 dollara. Það samsvarar 65 krónum á hvern líter, eða 3,37 sinnum lægra en það verð sem í boði er á ódýrustu bensínstöðinni hérlendis. Meðalbensínverð í Bandaríkjunum er nú 2,746 dollarar, en mikill munur getur verið á milli bensínstöðva og fylkja þarlendis. Bensínverð hefur lækkað mjög hratt á undanförnum mánuðum og ræður þar mestu mikið framboð þess, þar sem OPEC ríkin hafa ekki viljað minnka framleiðslu sína og Bandaríkjamenn hafa að auki stóraukið framleiðslu sína með „fracking“-vinnslu á olíu. Áfram er spáð lækkun verðs á bensíni, sem og aukinni sölu á bílum í Bandaríkjunum þess vegna.
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent