Vilja skilyrða fjárhagsaðstoð Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 3. desember 2014 19:39 Samkvæmt nýju frumvarpi félagsmálaráðherra fá sveitarfélögin skýrari heimild til að skilyrða eða skerða fjárhagsaðstoð til fólks sem telst vinnufært. Markmið frumvarpsins er að koma í veg fyrir að langvarandi atvinnuleysi leiði til óvinnufærni. Fólk getur að hámarki þegið atvinnuleysisbætur í þrjú ár en stefnt er að því að stytta bótarétt í tvö og hálft ár og hefur frumvarp um það þegar verið lagt fram. Elín Sigurðardóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar býst við nýrri holskeflu fólks sem þarf félagslega aðstoð verði bótatímabilið stytt enn frekar. 1700 langtímaatvinnulausir misstu rétt sinn til atvinnuleysisbóta á þessu ári og þurftu því að leita á náðir sveitarfélaga um aðstoð. Fjöldi þeirra sem þiggja fjárhagslega aðstoð hjá sveitarfélögum hefur tvöfaldast frá árinu 2007. Hún segir hættulegt ef verið sé að auka heimildir til skerðinga til að bregðast við því. Hún segir að bæði Hafnarfjörður og Reykjavíkurborg skerði nú þegar rétt fólks til bóta ef það hafni úrræðum. „Það féll dómur í máli sem var höfðað gegn Hafnarfjarðarbæ vegna slíkra skerðinga,“ segir Elín. ,, Dómurinn taldi að þær skerðingar væru innan ramma laganna. Það virðist því engin ástæða til að rýmka reglur um slíkar skerðingar.“ Elín segir hættulegt ef menn séu að undirbúa frekari skerðingar, með lagabreytingum. ,,Ég myndi varast allt slíkt. Sveitarfélögin hafa mjög ríka framfærsluskyldu gagnvart einstaklingum sem eiga enga aðra tekjumöguleika. Skerðingar leysa ekki vanda fólks sem er félagslega og fjárhagslega í vanda statt.“ Elín segir að skerðingar geti hinsvegar stutt við einstaklingsúrræði fyrir fólk, til að komast aftur af stað út á vinnumarkaðinn. „Það getur stundum verið erfitt.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að þessi ákvörðun sé bersýnilega tekin af fjárhagsástæðum en það sé ríkisins að tryggja að sveitarfélög geti staðið undir fjárhagsaðstoð. ,,Ég er algerlega ósammála þessu frumvarpi. Framfærsluskylda er bundin í stjórnarskrá og það er skerðing á mannréttindum ef það á að skilyrða slíka aðstoð.“ Sigríður að það fólk sem fái fjárhagsaðstoð sé að hluta til fólk sem fór einna verst út úr hruninu. Það muni skila sér aftur út á vinnumarkaðinn þegar samfélagið tekur við sér aftur. Það eigi ekki að skerða mannréttindi út af skammtímahagsmunum ríkis og sveitarfélaga og ýta fólki lengra út á jaðarinn. Alþingi Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Sjá meira
Samkvæmt nýju frumvarpi félagsmálaráðherra fá sveitarfélögin skýrari heimild til að skilyrða eða skerða fjárhagsaðstoð til fólks sem telst vinnufært. Markmið frumvarpsins er að koma í veg fyrir að langvarandi atvinnuleysi leiði til óvinnufærni. Fólk getur að hámarki þegið atvinnuleysisbætur í þrjú ár en stefnt er að því að stytta bótarétt í tvö og hálft ár og hefur frumvarp um það þegar verið lagt fram. Elín Sigurðardóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar býst við nýrri holskeflu fólks sem þarf félagslega aðstoð verði bótatímabilið stytt enn frekar. 1700 langtímaatvinnulausir misstu rétt sinn til atvinnuleysisbóta á þessu ári og þurftu því að leita á náðir sveitarfélaga um aðstoð. Fjöldi þeirra sem þiggja fjárhagslega aðstoð hjá sveitarfélögum hefur tvöfaldast frá árinu 2007. Hún segir hættulegt ef verið sé að auka heimildir til skerðinga til að bregðast við því. Hún segir að bæði Hafnarfjörður og Reykjavíkurborg skerði nú þegar rétt fólks til bóta ef það hafni úrræðum. „Það féll dómur í máli sem var höfðað gegn Hafnarfjarðarbæ vegna slíkra skerðinga,“ segir Elín. ,, Dómurinn taldi að þær skerðingar væru innan ramma laganna. Það virðist því engin ástæða til að rýmka reglur um slíkar skerðingar.“ Elín segir hættulegt ef menn séu að undirbúa frekari skerðingar, með lagabreytingum. ,,Ég myndi varast allt slíkt. Sveitarfélögin hafa mjög ríka framfærsluskyldu gagnvart einstaklingum sem eiga enga aðra tekjumöguleika. Skerðingar leysa ekki vanda fólks sem er félagslega og fjárhagslega í vanda statt.“ Elín segir að skerðingar geti hinsvegar stutt við einstaklingsúrræði fyrir fólk, til að komast aftur af stað út á vinnumarkaðinn. „Það getur stundum verið erfitt.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að þessi ákvörðun sé bersýnilega tekin af fjárhagsástæðum en það sé ríkisins að tryggja að sveitarfélög geti staðið undir fjárhagsaðstoð. ,,Ég er algerlega ósammála þessu frumvarpi. Framfærsluskylda er bundin í stjórnarskrá og það er skerðing á mannréttindum ef það á að skilyrða slíka aðstoð.“ Sigríður að það fólk sem fái fjárhagsaðstoð sé að hluta til fólk sem fór einna verst út úr hruninu. Það muni skila sér aftur út á vinnumarkaðinn þegar samfélagið tekur við sér aftur. Það eigi ekki að skerða mannréttindi út af skammtímahagsmunum ríkis og sveitarfélaga og ýta fólki lengra út á jaðarinn.
Alþingi Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent