Jeppar að verðmæti eins og hálfs milljarðs króna hér á landi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. desember 2014 15:26 Hér má sjá bílaflotann sem hingað er kominn til lands. Hér á landi er nú gríðarlega mikill fjöldi jeppa af tegundinni Land Rover Discovery Sport. Jepparnir hafa verið fluttir inn til landsins því næstu sex vikurnar fer fram kynning fyrir bílablaðamenn á þessari nýju tegund jeppa. Einnig eru fleiri jeppar frá Land Rover. Alls er talið að um 160 jeppar frá fyrirtækinu hafi verið fluttir inn sérstaklega í tengslum við kynninguna. Varlega áætlað er sameiginlegt verðmæti jeppanna vel á annan milljarð króna. Von er á miklum fjölda erlendra bílablaðamanna í tengslum við kynninguna. Búist er við yfir þúsund blaðamönnum sem munu koma hingað og prófa Land Rover Discovery Sport jeppann, auk þess sem þeir geta reynsluekið jeppum á borð við Range Rover Evoque og fleiri sambærilegra bíla. Land Rover Discovery Sport er einskonar arftaki Land Rover Freelander jeppans, en er ekki enn kominn í sölu. Blaðamennirnir munu gista á þremur hótelum í borginni. Bílarnir koma hingað til lands beint frá Land Rover verksmiðjunni í Bretlandi og verða fluttir út aftur að kynningunni lokinni. Hér að neðan má sjá myndir af jeppunum. Bílar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent
Hér á landi er nú gríðarlega mikill fjöldi jeppa af tegundinni Land Rover Discovery Sport. Jepparnir hafa verið fluttir inn til landsins því næstu sex vikurnar fer fram kynning fyrir bílablaðamenn á þessari nýju tegund jeppa. Einnig eru fleiri jeppar frá Land Rover. Alls er talið að um 160 jeppar frá fyrirtækinu hafi verið fluttir inn sérstaklega í tengslum við kynninguna. Varlega áætlað er sameiginlegt verðmæti jeppanna vel á annan milljarð króna. Von er á miklum fjölda erlendra bílablaðamanna í tengslum við kynninguna. Búist er við yfir þúsund blaðamönnum sem munu koma hingað og prófa Land Rover Discovery Sport jeppann, auk þess sem þeir geta reynsluekið jeppum á borð við Range Rover Evoque og fleiri sambærilegra bíla. Land Rover Discovery Sport er einskonar arftaki Land Rover Freelander jeppans, en er ekki enn kominn í sölu. Blaðamennirnir munu gista á þremur hótelum í borginni. Bílarnir koma hingað til lands beint frá Land Rover verksmiðjunni í Bretlandi og verða fluttir út aftur að kynningunni lokinni. Hér að neðan má sjá myndir af jeppunum.
Bílar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent