„Látið þau í friði!“ Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2014 11:05 Fjölmargir vilja verja hin frægu hjón gagnvart ágangi fjölmiðla, og eru rithöfundarnir Óttar M. Norðfjörð, Bubbi og Stefán Máni þeirra á meðal. Menn á borð við tónlistarmanninn Bubba Morthens og rithöfundarnir Stefán Máni og Óttar M. Norðfjörð, hafa fordæmt gengdarlausan fréttaflutning af tónlistar- og frægðarfólkinu Beyoncé og Jay Z, en þau eru stödd á Íslandi, eins og rækilega hefur komið fram. Fjölmiðlar, og er Vísir þar sannarlega engin undantekning, keppast við að flytja fréttir af hjónakornunum, og þeirra ferðum. Þessar fréttir flokkast sem tabloid; þegar „hvað“ í fréttinni skiptir miklu minna máli en „hver“ og er vel þekkt um heim allan en Íslendingar eru þessu ekki vanir og virðast hafa afar blendna afstöðu til slíkra frétta; um leið og þeir eru samkvæmt öllum lestrarmælingum sólgnir í þær (og lesendur hljóta að ráða að verulegu leyti því sem í fjölmiðlunum er) þá kæra þeir sig hreint ekkert um þær heldur. Í orði kveðnu. Algengasta setning í athugasemdakerfum netmiðlanna og á samskiptamiðlum í gær var: „Látið þau í friði!“ Holskefla reyndar og má ganga svo langt að tala um þetta sem setningu gærdagsins. Þá virðist fólk ekki gera greinarmun á þessum fréttum og svo áreiti sem felst í að elta þetta fólk hvert fótmál. Líkast til flokkast þessi umfjöllun sem einskonar áreiti? En, það sem líkast til má lesa í þessa afstöðu er að almenningur vill standa vörð um að frægt fólk fái um frjálst höfuð strokið, án þess að þurfa að búa við áreiti hér í fásinninu. Einhver hinna fjölmörgu sem kom fram með þetta ákall; látið þau í friði, hnýtti við: „Annars koma þau aldrei aftur.“ Þetta er sem sagt tvíbent afstaða. Hins vegar gæti Ísland hafa glatað sakleysi sínu, Vísir hefur heimildir fyrir því að hingað til lands sé kominn nokkur fjöldi erlendra paparazzi-ljósmyndara, en fyrir dyrum stendur afmælisveisla Jay Z, og búist er við fjölda frægðarfólks í þá veislu. Þá greindi Vísir frá því í gær að fúlgur fjár eru í boði fyrir myndir af þessu fræga fólki.Óttar er áhugasamur um fréttaflutninginn af þeim hjónakornum og birti þessa mynd af sér á Facebookvegg sínum.Ýmsir þekktir einstaklingar hafa orðið til að taka undir þessi sjónarmið, það að þetta fólk fái að vera í friði, svo sem Bubbi Morthens tónlistarmaður, en DV skrifaði frétt sem það byggði einmitt á því sem fram kom í athugasemdakerfi Vísis, þar sem Bubbi segir réttast að láta þau í friði. Hann þekkir leyndarmál frægðarinnar og segist oft hafa unnið með ljósmyndurum en hann kæri sig ekkert um að vita af þeim að sniglast í kringum hús sitt, takandi myndir úr launsátri og gera sér slíkt háttarlag að féþúfu. Annar sem tekur undir með því sem kalla má almannarómur er rithöfundurinn Stefán Máni. Hann tjáir sig á Twitter og segir þar meðal annars að tvennt sé það sem sé illa þreytt og það er „Celebs í Íslandsheimsókn“ og hitt er „nú mega jólin koma“. Og, svo eru það þeir sem bregða fyrir sig háðinu. Einn þeirra er Óttar M. Norðfjörð: „Hvað eru Beyonce og Jay-Z að gera? Hvað fengu þau sér í morgunmat? Hvað ætla þau að borða í hádeginu? Hífa upp um sig brækurnar, íslenskir fjölmiðlar! Ég nenni ekki að lesa um einhver verkföll og þannig leiðindi,“ skrifar Óttar á Facebooksíðu sína – og þarf svo sem engan bókmenntafræðing til að greina íróníuna í þessum skilaboðum. Íslandsvinir Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira
Menn á borð við tónlistarmanninn Bubba Morthens og rithöfundarnir Stefán Máni og Óttar M. Norðfjörð, hafa fordæmt gengdarlausan fréttaflutning af tónlistar- og frægðarfólkinu Beyoncé og Jay Z, en þau eru stödd á Íslandi, eins og rækilega hefur komið fram. Fjölmiðlar, og er Vísir þar sannarlega engin undantekning, keppast við að flytja fréttir af hjónakornunum, og þeirra ferðum. Þessar fréttir flokkast sem tabloid; þegar „hvað“ í fréttinni skiptir miklu minna máli en „hver“ og er vel þekkt um heim allan en Íslendingar eru þessu ekki vanir og virðast hafa afar blendna afstöðu til slíkra frétta; um leið og þeir eru samkvæmt öllum lestrarmælingum sólgnir í þær (og lesendur hljóta að ráða að verulegu leyti því sem í fjölmiðlunum er) þá kæra þeir sig hreint ekkert um þær heldur. Í orði kveðnu. Algengasta setning í athugasemdakerfum netmiðlanna og á samskiptamiðlum í gær var: „Látið þau í friði!“ Holskefla reyndar og má ganga svo langt að tala um þetta sem setningu gærdagsins. Þá virðist fólk ekki gera greinarmun á þessum fréttum og svo áreiti sem felst í að elta þetta fólk hvert fótmál. Líkast til flokkast þessi umfjöllun sem einskonar áreiti? En, það sem líkast til má lesa í þessa afstöðu er að almenningur vill standa vörð um að frægt fólk fái um frjálst höfuð strokið, án þess að þurfa að búa við áreiti hér í fásinninu. Einhver hinna fjölmörgu sem kom fram með þetta ákall; látið þau í friði, hnýtti við: „Annars koma þau aldrei aftur.“ Þetta er sem sagt tvíbent afstaða. Hins vegar gæti Ísland hafa glatað sakleysi sínu, Vísir hefur heimildir fyrir því að hingað til lands sé kominn nokkur fjöldi erlendra paparazzi-ljósmyndara, en fyrir dyrum stendur afmælisveisla Jay Z, og búist er við fjölda frægðarfólks í þá veislu. Þá greindi Vísir frá því í gær að fúlgur fjár eru í boði fyrir myndir af þessu fræga fólki.Óttar er áhugasamur um fréttaflutninginn af þeim hjónakornum og birti þessa mynd af sér á Facebookvegg sínum.Ýmsir þekktir einstaklingar hafa orðið til að taka undir þessi sjónarmið, það að þetta fólk fái að vera í friði, svo sem Bubbi Morthens tónlistarmaður, en DV skrifaði frétt sem það byggði einmitt á því sem fram kom í athugasemdakerfi Vísis, þar sem Bubbi segir réttast að láta þau í friði. Hann þekkir leyndarmál frægðarinnar og segist oft hafa unnið með ljósmyndurum en hann kæri sig ekkert um að vita af þeim að sniglast í kringum hús sitt, takandi myndir úr launsátri og gera sér slíkt háttarlag að féþúfu. Annar sem tekur undir með því sem kalla má almannarómur er rithöfundurinn Stefán Máni. Hann tjáir sig á Twitter og segir þar meðal annars að tvennt sé það sem sé illa þreytt og það er „Celebs í Íslandsheimsókn“ og hitt er „nú mega jólin koma“. Og, svo eru það þeir sem bregða fyrir sig háðinu. Einn þeirra er Óttar M. Norðfjörð: „Hvað eru Beyonce og Jay-Z að gera? Hvað fengu þau sér í morgunmat? Hvað ætla þau að borða í hádeginu? Hífa upp um sig brækurnar, íslenskir fjölmiðlar! Ég nenni ekki að lesa um einhver verkföll og þannig leiðindi,“ skrifar Óttar á Facebooksíðu sína – og þarf svo sem engan bókmenntafræðing til að greina íróníuna í þessum skilaboðum.
Íslandsvinir Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira