Ein þeirra er leikkonan Janice Dickinson sem í gær veitti CNN viðtal en hún segir Cosby hafa nauðgað henni árið 1982. Í lok viðtalsins brotnaði Janice niður og sagðist ekki ráða við tilfinningar sínar.
Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan en þar lýsir Janice því að Cosby hafi gefið henni pillu vegna tíðaverkja þegar hún var gestur í boði hjá Cosby. Hún hafi svo tekið nokkrar myndir á Polaroid-myndavél sína en næst munað eftir sér með leikarann ofan á sér.