Tvíburar sérstaklega velkomnir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. desember 2014 14:15 Með nýjustu viðbótinni verða jólavættirnar orðnar þrettán talsins. Nýjasta jólavætturin verður afhjúpuð í Safnahúsinu á Hverfisgötu á fimmtudagsmorgunn klukkan 8.15. Tvíburar á öllum aldri eru boðnir sérstaklega velkomnir en óstaðfestar fregnir herma að jólavættur muni mögulega trufla dagskrá og færa öllum tvíburum snemmbúna jólagjöf. Fjögur ár eru síðan fyrstu jólavættirnar fóru að birtast á húsveggjum í miðborginni og eru þær óðum að festa sig í sessi sem ein af jólahefðum Reykvíkinga. Með nýjustu viðbótinni verða jólavættirnar orðnar þrettán talsins. Fyrir eru Grýla, Leppalúði, Jólakötturinn, Rauðhöfði og nokkrir jólasveinar. Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri mun kynna nýju jólavættina til sögunnar og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun segja frá helstu viðburðum sem borgin stendur fyrir í Reykjavík í desember. Að því loknu verður haldið út fyrir og fylgst með þegar nýju vættinni verður varpað upp á vegg Safnahússins. Gunnar Karlsson myndlistarmaður á heiðurinn að útliti jólavættanna en þær byggja á hugmynd Hafsteins Júlíussonar um að tengja íslenska sagnahefð við Jólaborgina Reykjavík. Meginmarkmiðið með jólavættunum er að skapa áhrifaríka og skemmtilega jólaupplifun í borginni á einfaldan hátt í góðu samstarfi við fjölda samstarfsaðila víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Dagskráin hefst sem fyrr segir klukkan 8.15 og stendur til klukkan níu. Boðið verður upp á heitt kakó og bakkelsi. Jólafréttir Mest lesið Englahárið á jólatrénu Jól Snjókornið Jólin Tæplega þrjár bækur á mann Jólin Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Þorpið fær nýja ásýnd á hverju ári Jól Búin að setja seríur í gluggana Jól Grýla reið fyrir ofan garð Jól Safnar kærleikskúlum Jól Lyktin af hangikjöti ómissandi partur af jólunum Jól Tré úr pappír og tilfallandi efnivið Jól
Nýjasta jólavætturin verður afhjúpuð í Safnahúsinu á Hverfisgötu á fimmtudagsmorgunn klukkan 8.15. Tvíburar á öllum aldri eru boðnir sérstaklega velkomnir en óstaðfestar fregnir herma að jólavættur muni mögulega trufla dagskrá og færa öllum tvíburum snemmbúna jólagjöf. Fjögur ár eru síðan fyrstu jólavættirnar fóru að birtast á húsveggjum í miðborginni og eru þær óðum að festa sig í sessi sem ein af jólahefðum Reykvíkinga. Með nýjustu viðbótinni verða jólavættirnar orðnar þrettán talsins. Fyrir eru Grýla, Leppalúði, Jólakötturinn, Rauðhöfði og nokkrir jólasveinar. Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri mun kynna nýju jólavættina til sögunnar og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun segja frá helstu viðburðum sem borgin stendur fyrir í Reykjavík í desember. Að því loknu verður haldið út fyrir og fylgst með þegar nýju vættinni verður varpað upp á vegg Safnahússins. Gunnar Karlsson myndlistarmaður á heiðurinn að útliti jólavættanna en þær byggja á hugmynd Hafsteins Júlíussonar um að tengja íslenska sagnahefð við Jólaborgina Reykjavík. Meginmarkmiðið með jólavættunum er að skapa áhrifaríka og skemmtilega jólaupplifun í borginni á einfaldan hátt í góðu samstarfi við fjölda samstarfsaðila víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Dagskráin hefst sem fyrr segir klukkan 8.15 og stendur til klukkan níu. Boðið verður upp á heitt kakó og bakkelsi.
Jólafréttir Mest lesið Englahárið á jólatrénu Jól Snjókornið Jólin Tæplega þrjár bækur á mann Jólin Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Þorpið fær nýja ásýnd á hverju ári Jól Búin að setja seríur í gluggana Jól Grýla reið fyrir ofan garð Jól Safnar kærleikskúlum Jól Lyktin af hangikjöti ómissandi partur af jólunum Jól Tré úr pappír og tilfallandi efnivið Jól