Volkswagen Golf fékk nafn sitt frá hesti Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2014 13:15 Golf fékk nafn sitt frá hesti innkaupastjóra Volkswagen. Þeir sem þekkja til nafna Volkswagen bíla vita að margir bílar þeirra bera nöfn sem vitna til vindfyrirbæra. Passat táknar farvinda sem tíðir eru nærri miðbaug, Scirocco táknar miðjarðarhafsvinda og því myndu margir halda að Golf væri tilvitnun í Golfstrauminn. Svo er þó ekki. Þegar verið var að velta fyrir sér nafni á arftaka bjöllunnar komu nöfnin Blizzard og Caribe til greina, en staðreyndin er sú að bíllinn fékk nafn sitt frá hesti sem þáverandi innkaupastjóri Volkswagen átti. Þessi hestur hafði alla kosti hests að bera, var geðgóður, fallega skapaður og frábær reiðhestur. Því stakk hann upp á þessu nafni og eftir að fleiri samstarfmenn hans höfðu barið hest hans augum var ákveðið að bíllinn fengi sama nafn, þ.e. Golf. Þessa staðreynd má lesa um á safninu Stiftung AutoMuseum Volkswagen. Það hefur örugglega ekki sakað að Golf er einnig tilvitnun til Golfstraumsins, en látum það liggja á milli hluta. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent
Þeir sem þekkja til nafna Volkswagen bíla vita að margir bílar þeirra bera nöfn sem vitna til vindfyrirbæra. Passat táknar farvinda sem tíðir eru nærri miðbaug, Scirocco táknar miðjarðarhafsvinda og því myndu margir halda að Golf væri tilvitnun í Golfstrauminn. Svo er þó ekki. Þegar verið var að velta fyrir sér nafni á arftaka bjöllunnar komu nöfnin Blizzard og Caribe til greina, en staðreyndin er sú að bíllinn fékk nafn sitt frá hesti sem þáverandi innkaupastjóri Volkswagen átti. Þessi hestur hafði alla kosti hests að bera, var geðgóður, fallega skapaður og frábær reiðhestur. Því stakk hann upp á þessu nafni og eftir að fleiri samstarfmenn hans höfðu barið hest hans augum var ákveðið að bíllinn fengi sama nafn, þ.e. Golf. Þessa staðreynd má lesa um á safninu Stiftung AutoMuseum Volkswagen. Það hefur örugglega ekki sakað að Golf er einnig tilvitnun til Golfstraumsins, en látum það liggja á milli hluta.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent