Hlýjastur var nóvember 1945, en þá var meðalhiti 6,1 gráða. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.
Mánuðurinn var sá hlýjasti í Grímsey í 141 ár. Þar var meðalhitinn 4,3 gráður. Á Akureyri var meðalhitinn 3,4 gráður og er það 3,7 yfir meðalhitanum 1961-1990 og 3,1 gráðum yfir meðalhita í nóvember síðustu tíu ár.

Á Teigarhorni var var nóvember sá hlýjasti en þar var meðalhitinn 5,5 gráður. Á Dalatanga var meðalhitinn 5,7 gráður sem er jafnhátt hæsta mánaðarmeðalhita í nóvember til þessa. Mánuðurinn var einnig annar hlýjasti nóvember á Stórhöfða, Hveravöllum og sá hlýjasti í Árnesi.