Lögreglan á Akureyri hefur sett inn myndbandsupptöku af björgunarsveitarmönnum að störfum. Þar má sjá þá reyna að ná tökum á gámi sem fauk á bifreið og olli töluverðu tjóni en nokkrir slíkir tókust á loft í nótt. Enn er hvasst norðanlands og hvetur lögregla fólk til að fara sérstaklega varlega.
Björgunarsveitarmenn ná tökum á gámi sem fauk á bifreið

Lögreglan á Akureyri hefur sett inn myndbandsupptöku af björgunarsveitarmönnum að störfum. Þar má sjá þá reyna að ná tökum á gámi sem fauk á bifreið og olli töluverðu tjóni en nokkrir slíkir tókust á loft í nótt. Enn er hvasst norðanlands og hvetur lögregla fólk til að fara sérstaklega varlega.
Tengdar fréttir

Vonskuveður á Akureyri: Gámur fauk nokkra metra
Á meðfylgjandi myndum má sjá björgunarsveitarmenn að störfum í Drekagili en þar fór gámur á hliðina eftir að hann tók á sig vind. Hviðurnar voru svo sterkar að þær feyktu gáminum nokkra metra og var hann farinn að nálgast kyrrstæðan bíl þegar björgunarsveitarmenn bar að garði, að sögn sjónarvottar.

Engin slys en þónokkuð tjón víða
Ekki er vitað til að nein alvarleg slys hafi orðið í ofsaveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt og verulega hefur dregið úr vindi nema hvað nokkuð hvasst er enn sumstaðar á Norðurlandi.

Spáð allt að 23 metrum á sekúndu
Veðurspá dagsins og næstu daga.

Undirbúningur fyrir storminn: Festi svalahurðina kyrfilega
"Hún tekur á sig mikinn vind, vindáttin mun líklega standa beint á hana í kvöld. Mér fannst því ekki annað hægt en að festa hana algjörlega, til þess að bjóða ekki hættunni heim.“

Umferðarljós víða óvirk
Rafmagnstruflanir hafa orðið víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld og hefur það haft áhrif á umferðarljós

Tré rifna upp með rótum
Aron Kristinn Ágústsson, nemandi í Háteigsskóla, var á ferðinni við Kennaraháskólann í kvöld.

Óveður á Íslandi: Tíu slagarar innblásnir af rigningu og roki
Vísir hefur tekið saman lista yfir vinsæl popp- og rokklög sem tengjast veðrinu á einn eða annan hátt.

Flug líklega ekki með eðlilegum hætti fyrr en á morgun
"Það er töluverður hluti fluga enn í seinkun vegna veðurs,“ segir Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair.

Óveður í dag
Upp úr hádegi fer að hvessa verulega þegar vindhraðinn á að komast í 18-25 metrar á sekúndu og fylgir því talsverð rigning.

Viðburðum aflýst vegna veðurs
Veður setur strik í reikninginn víða.

Talsverð röskun á flugi vegna veðurs
Bæði Icelandair og WOW hafa þurft að aflýsa ferðum sökum veðurs.

Vefmyndavél við Holuhraun dottin út
Myndavél Mílu mátti sín lítils gegn veðurofsanum á hálendinu norðan Vatnajökuls.