Innlent

Flug líklega ekki með eðlilegum hætti fyrr en á morgun

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.
Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Vísir/Anton
Vegna vonskuveðurs hefur ákvörðun verið tekin um að seinka nokkrum flugferðum frá Bandaríkjunum sem lenda áttu í Keflavík í morgun. Veðurskilyrði í Keflavík eru slæm og vindur sterkur. Ekki er gert ráð fyrir að flug verði með eðlilegum hætti fyrr en á morgun.

„Vegna veðurs var ákveðið að seinka flugi. Hingað kom flug okkar frá Bandaríkjunum og Kanada núna í morgunsárið. Þannig að það eru sex flug væntanleg að vestan um hádegið og í framhaldi af því fara önnur sex flug til Evrópuborga, sem er líka í seinkun. Þannig að það er töluverður hluti fluga enn í seinkun vegna veðurs og við gerum í rauninni ekki ráð fyrir að þetta verði með eðlilegum hætti fyrr en á morgun,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.

Þá féll allt innanlandsflug niður í gær eftir hádegi en athugað verður með flug klukkan níu í dag.  


Tengdar fréttir

Vonskuveður á Akureyri: Gámur fauk nokkra metra

Á meðfylgjandi myndum má sjá björgunarsveitarmenn að störfum í Drekagili en þar fór gámur á hliðina eftir að hann tók á sig vind. Hviðurnar voru svo sterkar að þær feyktu gáminum nokkra metra og var hann farinn að nálgast kyrrstæðan bíl þegar björgunarsveitarmenn bar að garði, að sögn sjónarvottar.

Engin slys en þónokkuð tjón víða

Ekki er vitað til að nein alvarleg slys hafi orðið í ofsaveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt og verulega hefur dregið úr vindi nema hvað nokkuð hvasst er enn sumstaðar á Norðurlandi.

Mikil röskun á innanlands- og millilandaflugi

Upplýsingafulltrúi Icelandair vonast til að áætlanir félagsins verði komnar í samt lag á morgun og hvetur fólk til að fylgjast vel með upplýsingasíðum.

Innanlandsflugi aflýst

Búið er að aflýsa öllu innanlandsflugi hjá Flugfélagi Íslands það sem eftir er af degi vegna veðurs.

Umferðarljós víða óvirk

Rafmagnstruflanir hafa orðið víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld og hefur það haft áhrif á umferðarljós

Óveður í dag

Upp úr hádegi fer að hvessa verulega þegar vindhraðinn á að komast í 18-25 metrar á sekúndu og fylgir því talsverð rigning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×