Útlit fyrir hvít, köld og vindasöm jól Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. desember 2014 13:37 Páll Bergþórsson spáir hvítum jólum. Útlit er fyrir að jólin verði hvít og ansi köld. Þetta segir Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrum veðurstofustjóri. Hann segir að bæði aðfangadagur og jóladagur verði afar kaldir um nánast allt land. „Já, það eru allar líkur á því að jólin verði köld og hvít. Það getur orðið allt að tíu stiga frost báða jóladagana. En fram að jólum er ekki útlit fyrir mikið frost.“ Páll býst við snjókomu og éljagangi fram að jólum og telur að veðrið verði svipað um allt land. „Mestu hlýindin verða líklegast sumsstaðar við Suðurströndina, undir Eyjafjöllum þá helst,“ útskýrir hann. Norska veðurstofan spáir einnig hvítum og köldum jólum og víðsvegar á landinu er útlit fyrir mikinn vind. Um miðjan nóvember var Páll beðinn að spá fyrir um hvort jólin yrðu hvít eða rauð. Hann sagði mjög erfitt að spá svo langt fram í tímann, en taldi líklegra að jólin yrðu rauð. En síðan þá hefur snjóað mikið og kólnað, eitthvað sem var ófyrirsjáanlegt. „Það eru engin sambönd svo langt inn í framtíðina,“ sagði hann þá. Spá Veðurstofu Íslands fyrir næsta sólahringinn lítur svo út: Suðvestan 13-18 m/s og éljagangur, en 20-25 NV-lands. Dregur smám saman úr vindi í dag, en snýst í norðaustan 13-18 á Vestfjörðum. Norðan og norðvestan 8-15 og él á morgun, hvassast á Vestfjörðum, en úrkomulítið A-lands. Frost víða 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við S- og A-ströndina.Næstu daga er spáin svo:Á föstudag: Norðan og norðaustustan 13-20 m/s, hvassast NV-til fyrir hádegi, en A-lands um kvöldið. Snjókoma eða él, en bjart með köflum S-lands. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins.Á laugardag: Gengur í suðaustan 15-23 m/s með snjókomu eða slyddu og rigning um kvöldið, fyrst SV-lands. Hægara og úkomulítið NA-lands fram á kvöld. Hlýnandi veður í bili.Á sunnudag: Ákveðin austan- og norðaustanátt og snjókoma eða éljagangur. Rofar til SV-til seinni partinn. Kólnandi veður.Á mánudag og þriðjudag (Þorláksmessa): Útlit fyrir norðaustlæga átt með snjókomu eða éljum, en úrkomulítið SV-til. Fremur svalt í veðri.Norska veðurstofan býst við miklum kulda á jóladag og annan í jólum. Í spá norsku veðurstofunnar fyrir Reykjavík kemur fram að allt að vindurinn á aðfangadagskvöldi verði allt að fimmtán metrar á sekúndu. Á Akureyri verður lítill vindur, kalt og örlítil snjókoma; sannkallað jólaveður. Svipaða sögu er að segja á Egilsstöðum, en þar dettur allt í dúnalogn um klukkan 18 á aðfangadagskvöld, samkvæmt spánni. Á Ísafirði er búist við allt að sjö metrum á sekúndu og snjókomu á aðfangadagskvöld, en síðan lægir á jóladag, en kólnar töluvert. Á Ísafirði er búist við eins stigs hita á aðfangadagskvöld en þar verður vindasamt, allt að fimmtán metrar á sekúndu. Veður Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Útlit er fyrir að jólin verði hvít og ansi köld. Þetta segir Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrum veðurstofustjóri. Hann segir að bæði aðfangadagur og jóladagur verði afar kaldir um nánast allt land. „Já, það eru allar líkur á því að jólin verði köld og hvít. Það getur orðið allt að tíu stiga frost báða jóladagana. En fram að jólum er ekki útlit fyrir mikið frost.“ Páll býst við snjókomu og éljagangi fram að jólum og telur að veðrið verði svipað um allt land. „Mestu hlýindin verða líklegast sumsstaðar við Suðurströndina, undir Eyjafjöllum þá helst,“ útskýrir hann. Norska veðurstofan spáir einnig hvítum og köldum jólum og víðsvegar á landinu er útlit fyrir mikinn vind. Um miðjan nóvember var Páll beðinn að spá fyrir um hvort jólin yrðu hvít eða rauð. Hann sagði mjög erfitt að spá svo langt fram í tímann, en taldi líklegra að jólin yrðu rauð. En síðan þá hefur snjóað mikið og kólnað, eitthvað sem var ófyrirsjáanlegt. „Það eru engin sambönd svo langt inn í framtíðina,“ sagði hann þá. Spá Veðurstofu Íslands fyrir næsta sólahringinn lítur svo út: Suðvestan 13-18 m/s og éljagangur, en 20-25 NV-lands. Dregur smám saman úr vindi í dag, en snýst í norðaustan 13-18 á Vestfjörðum. Norðan og norðvestan 8-15 og él á morgun, hvassast á Vestfjörðum, en úrkomulítið A-lands. Frost víða 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við S- og A-ströndina.Næstu daga er spáin svo:Á föstudag: Norðan og norðaustustan 13-20 m/s, hvassast NV-til fyrir hádegi, en A-lands um kvöldið. Snjókoma eða él, en bjart með köflum S-lands. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins.Á laugardag: Gengur í suðaustan 15-23 m/s með snjókomu eða slyddu og rigning um kvöldið, fyrst SV-lands. Hægara og úkomulítið NA-lands fram á kvöld. Hlýnandi veður í bili.Á sunnudag: Ákveðin austan- og norðaustanátt og snjókoma eða éljagangur. Rofar til SV-til seinni partinn. Kólnandi veður.Á mánudag og þriðjudag (Þorláksmessa): Útlit fyrir norðaustlæga átt með snjókomu eða éljum, en úrkomulítið SV-til. Fremur svalt í veðri.Norska veðurstofan býst við miklum kulda á jóladag og annan í jólum. Í spá norsku veðurstofunnar fyrir Reykjavík kemur fram að allt að vindurinn á aðfangadagskvöldi verði allt að fimmtán metrar á sekúndu. Á Akureyri verður lítill vindur, kalt og örlítil snjókoma; sannkallað jólaveður. Svipaða sögu er að segja á Egilsstöðum, en þar dettur allt í dúnalogn um klukkan 18 á aðfangadagskvöld, samkvæmt spánni. Á Ísafirði er búist við allt að sjö metrum á sekúndu og snjókomu á aðfangadagskvöld, en síðan lægir á jóladag, en kólnar töluvert. Á Ísafirði er búist við eins stigs hita á aðfangadagskvöld en þar verður vindasamt, allt að fimmtán metrar á sekúndu.
Veður Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira