Innlent

Nokkurn tíma mun taka að hreinsa götur og göngustíga

Samúel Karl Ólason skrifar
Jafnt akandi sem gangandi eru beiðnir um að sýna þolinmæði og tillitsemi í umferðinni.
Jafnt akandi sem gangandi eru beiðnir um að sýna þolinmæði og tillitsemi í umferðinni. Vísir/Stefán
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biður ökumenn og gangandi vegfarendur að sýna mikla tillitsemi og þolinmæði á ferðum sínum nú í morgunumferðinni og fram eftir degi í dag. Nú er nokkur snjór á götum borgarinnar eftir snjókomuna í gær og í nótt og þá bæði á akbrautum og göngustéttum.

„Lögreglan vill sérstaklega vekja athygli á því að ökumenn bifreiða gætu átt von á því að í íbúðahverfum að gangandi vegfarendur gangi á akbrautum og þá e.t.v. börn sem eru á leið í skóla,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Unnið er að snjómokstri en það mun taka tíma að moka allar götur og gangstíga.

„Sýnum tillitsemi, þolinmæði og höfum það sem markmið í dag að allir komi heilir heim úr umferðinni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×