Bubba Watson í gervi rappandi jólasveins - myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2014 23:30 Bubbaclaus. Mynd/Youtube-myndband Atvinnukylfingurinn Bubba Watson, eða Bubbaclaus eins og hann kallar sig nú í jólamánuðinum, ákvað að gleðja aðdáendur sína um þessi jól með því að gefa út smáskífu. Bubbaclaus skellir sér í hlutverk rappandi jólasveins í myndbandinu en Bubba Watson kann greinilega vel við sig með hljóðnemann fyrir framan sig. Það má aftur á móti kannski gagnrýna kappann fyrir danstaktana en allt var þetta nú gert til að hafa gaman af. Bubba Watson átti fínt ár og komst hæst í þriðja sætið á heimslistanum sem hans hæsta staða á ferlinum. Watson er núna fjórði besti kylfingur heims á eftir þeim Rory McIlroy, Henrik Stenson og Adam Scott. Stærsta afrek Bubba Watson á árinu 2014 var án vafa þegar hann vann Mastersmótið í annað skiptið á þremur árum en það eru einu risamótin sem hann hefur unnið á ferlinum. Myndbandið með jólalagi Bubbaclaus má sjá hérna fyrir neðan.Yessir "BubbaClaus" da single drops today!! http://t.co/hnrWbxVRfy #urwelcome pic.twitter.com/as8gN9oFSg— bubba watson (@bubbawatson) December 16, 2014 Golf Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Meistararnir mæta toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Bubba Watson, eða Bubbaclaus eins og hann kallar sig nú í jólamánuðinum, ákvað að gleðja aðdáendur sína um þessi jól með því að gefa út smáskífu. Bubbaclaus skellir sér í hlutverk rappandi jólasveins í myndbandinu en Bubba Watson kann greinilega vel við sig með hljóðnemann fyrir framan sig. Það má aftur á móti kannski gagnrýna kappann fyrir danstaktana en allt var þetta nú gert til að hafa gaman af. Bubba Watson átti fínt ár og komst hæst í þriðja sætið á heimslistanum sem hans hæsta staða á ferlinum. Watson er núna fjórði besti kylfingur heims á eftir þeim Rory McIlroy, Henrik Stenson og Adam Scott. Stærsta afrek Bubba Watson á árinu 2014 var án vafa þegar hann vann Mastersmótið í annað skiptið á þremur árum en það eru einu risamótin sem hann hefur unnið á ferlinum. Myndbandið með jólalagi Bubbaclaus má sjá hérna fyrir neðan.Yessir "BubbaClaus" da single drops today!! http://t.co/hnrWbxVRfy #urwelcome pic.twitter.com/as8gN9oFSg— bubba watson (@bubbawatson) December 16, 2014
Golf Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Meistararnir mæta toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira