Innlent

Hugrakkur hundur og kuldalegir landsmenn á hlaupum í storminum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stormurinn á suðvesturhorninu hefur ekki farið framhjá neinum. Íbúar í Grafarvogi eru meðal þeirra sem hafa hlaupið undan storminum.

Allir vegir til höfuðborgarsvæðisins eru lokaðir þegar þetta er skrifað, sömu sögu er að segja um Hellisheiði, Þrengsli, Reykjanesbraut og Grindavíkurvegur. Á Kjalarnesi frá Þingvallarafleggjara upp í göng er búið að loka og sömuleiðis er vegurinn lokaður frá Rauðavatni austur yfir Sandskeið, Hellisheiði og Þrengsli. Suðurstrandavegi hefur einnig verið lokaður.

Íbúar í Grafarvogi voru á hlaupum í storminum þegar Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á göngu í nágrenni við heimili sitt í dag. Myndirnar má sjá hér að neðan.

Þessi glæsilegi hundur fór í göngu með eiganda sínum í dag. Það á eftir að taka sinn tíma fyrir snjóinn að losna úr feldi hundsins.Vísir/Pjetur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×