Bubba Morthens býr ásamt Hrafnhildi og fjölskyldu í Kjósinni. Þar er, eins og víðar á landinu, blindbylur.
„Fallegri sjón í óveðri hef ég ekki séð þó skyggnið hefði mátt vera betra,“ segir Bubbi og bætir við broskalli.
„Hríðarkófið bókstaflega gleypti þær þar sem þær hlupu öskrandi og hlæjandi, vaðandi snjó og skafla hringinn í kringum húsið. Lífið er dásamlegt og þær stelpur fengu hetjuorðu.“
Bubbi segir að konan hans sé það vel vaxin að hún geti lægt blindbylinn.
Innlegg frá Bubbi Morthens.