Það sé því mikilvægt að ana ekki út í neina óvissu.
Vonskuveður er á suðvestanverðu landinu og eru nú allar aðalleiðir til og frá Reykjavík lokaðar.
Foreldrar og forráðamenn voru í morgun beðnir um að tryggja að börn sín verði sótt í skólana í lok dags þannig að þau séu ekki ein á ferðinni í óveðrinu.

Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum er blindbylur og ekkert ferðaveður og ekki ljóst hvenær Reykjanesbrautin verður opnuð að nýju.