Innlent

Viðvörun frá Veðurstofunni vegna suðvesturhornsins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vert er að hafa í huga að í hvössum vindi og ofankomu verður skyggni mjög lítið og líklegt að færð spillist.
Vert er að hafa í huga að í hvössum vindi og ofankomu verður skyggni mjög lítið og líklegt að færð spillist. Vísir/Stefán
Veðurstofa Íslands vekur athygli á slæmum veðurhorfum fyrir Suður- og Vesturland á morgun. Von er á því að kröpp lægð af Grænlandshafi nálgist landið í nótt. Þá mun hvessa af suðaustri og snjókoma hefjast sunnan- og vestanlands í fyrramálið.

Eftir hádegi nær suðaustanáttin víða 18-23 m/s vindhraða sunnan- og vestanlands og snjóar talsvert. Skammvinn hláka kemur í kjölfarið og rignir þá um tíma við sjávarsíðuna. Annað kvöld snýst í suðvestan 8-15 m/s með éljagangi.

Vert er að hafa í huga að í hvössum vindi og ofankomu verður skyggni mjög lítið og líklegt að færð spillist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×