Innlent

"Hér er bara snjóbylur og læti“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fólk á ekki að vera á ferðinni að óþörfu á Austurlandi.
Fólk á ekki að vera á ferðinni að óþörfu á Austurlandi. Vísir/Auðunn
Eiður Ragnarsson, björgunarsveitarmaður á Reyðarfirði, segir að nóg sé að gera hjá björgunarsveitum á Austurlandi.

„Hér er bara snjóbylur og læti eins og maðurinn sagði, það sést varla á milli húsa. Það er ekkert ógurlega mikill snjór en mikið fjúk,“ segir Eiður.

Hann segir björgunarsveitina vera að ferja fólk út í álverið en ófært er eða þungfært á öllum leiðum á Austurlandi.

Aðspurður um hvort mikið sé um foktjón segir Eiður:

„Það er eitthvað um skemmdir, björgunarsveitin Geisli á Fáskrúðsfirði var til dæmis að fergja þak þar. Svo var björgunarsveitareining kölluð út vegna þess að hlöðuþak í Berufirði fór að fjúka.“

Eiður segir að fólk eigi ekkert að fara út nema það nauðsynlega þurfi.

„Það er bara svo lítið skyggni og ekkert auðvelt að fara um. Það er kannski ekki kolófært innanbæjar en það blint að menn sjá lítið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×