Mikil ísing er nú á Reykjanesbraut milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur.
Búið er að salta veginn en mikið hvassviðri gengur nú yfir. Bifreiðar hafa fokið út af í verstu hviðunum.
Ökumenn eru beðnir um að fara ekki um Reykjanesbraut að óþörfu.
Lögreglan beinir því jafnfram til ökumanna að aka varlega og virða hraðatakmörk.
Bílar hafa fokið út af Reykjanesbrautinni
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
