Mjög lítið skyggni er nú á Akureyri og töluverður snjór á götum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.
Verið er að moka helstu stofnleiðir en það gengur illa þar sem að það skefur alltaf aftur í. Færð er afar slæm í íbúðahverfum í bænum og er fólk hvatt til að vera ekki á ferðinni að óþörfu.
Björgunarsveitarmenn hafa verið og eru enn að aðstoða heilbrigðisstarfsfólk við að komast í og úr vinnu.
Fólk á Akureyri hvatt til að halda sig innandyra
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
