Innlent

Skólahald fellur niður

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/auðunn
Skólahaldi í öllum grunnskólum Akureyrarbæjar hefur verið aflýst í dag vegna veðurs og á það einnig við um Tónlistarskólann á Akureyri. Skólahald hefur jafnframt verið fellt niður í Húnavallaskóla í Húnavatnshreppi og í leikskólanum Vallabóli, Varmahlíðarskóla í Skagafirði, Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði, Árskógarskóla, Þelamerkurskóla, Grenivíkurskóla og Árskóla á Sauðárkróki.

Á vef RÚV kemur fram að skólahald falli einnig niður í Grunnskólanum austan Vatna (Sólgörðum, Hofsósi og Hólum í Skagafirði) ásamt Hlíðarskóla í Skjaldarvík og Heiðarskóla í Hvalfirði. Þá fellur skólahald niður í Litlulaugaskóla á Laugum í Reykjadal og Hafralækjaskóla í Aðaldal.

Vindaspá:


Tengdar fréttir

Allt á kafi í snjó á Akureyri

Það er kol ófært um allan Akureyrarbæ og eru starfsmenn bæjarins nýbyrjaðir að ryðja og er búist við að verkið muni ganga hægt.

Hálka víðast hvar

Enn er afar hvasst víða á landinu og er stormviðvörun enn í gildi austast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×