Sátu föst í blindbyl í klukkutíma Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2014 23:09 "Okkur var þó orðið svolítið kalt og við stelpurnar í hlandspreng,“ segir Ingibjörg Reynisdóttir. Vísir/Loftmyndir Þau Stefán Máni, Ingibjörg Reynisdóttir, Þorgrímur Þráinsson, Soffía Bjarnadóttir og Jón Gnarr lentu í hrakförum á sunnanverðu Snæfellsnesi í kvöld, þegar þau keyrðu út af veginum við félagsheimilið Breiðablik. Þar sátu þau föst í klukkustund á meðan bóndi á nærliggjandi sveitabæ kom á dráttavél og dró þau upp á veginn aftur. „Við sáum ekki á milli stika og fórum bara útaf. Það var blindbylur og mannvonskuveður og við sáum ekki út. Bíllinn endaði bara utanvegar og við þurftum að dúsa þar í klukkutíma. Þá kom bóndi á traktor og hann náði að draga okkur upp,“ segir Ingibjörg í samtali við Vísi. Þau hringdu á nærliggjandi sveitabæ og fengu bónda þar til að koma þeim til hjálpar. „Við fengum vitlausa staðsetningu á staðsetningatæki sem Jón var með og við gáfum honum upp vitlausan stað, svo hann fór í öfuga átt.“ Heimamenn sem þarna voru á ferðinni stoppuðu hjá þeim og bentu þeim á hvar þau væru og sneri bóndinn við. Rithöfundarnir fimm voru á leið vestur í Ólafsvík til að taka þátt í upplestrarkvöldi sem tíundi bekkur Grunnskóla Snæfellsbæjar heldur árlega. „Við vorum að velta fyrir okkur þar sem við vorum orðin rúmum hálftíma of sein á upplesturinn, að hætta við og snúa við, en við ákváðum að klára þetta,“ segir Ingibjörg. „Jón hélt okkur uppi með gamansögum og við reyndum að gera gott úr þessu.“ Aðspurð hver hafi verið svo heppinn að fá að ferja hópinn vel skipaða vestur segir Ingibjörg að Stefán Máni og Þorgrímur hafi skipst á að aka. „Og hönd guðs sá um stýrið.“Minnst sem fólkið sem dó með Jóni Gnarr Á upplestrarkvöldinu sagðist Jón Gnarr hafa nefnt það á leiðinni að ef þau væru í Bandaríkjunum væri búið að loka öllum vegum, lýsa yfir neyðarástandi og forsetinn kominn í öruggt skjól. Allt fór þetta þó vel og hlaut enginn mein af. „Okkur var þó orðið svolítið kalt og við stelpurnar í hlandspreng,“ segir Ingibjörg. „Þetta gekk sem betur fer allt vel.“ Rithöfundarnir eru enn í Ólafsvík þar sem þau fóru í kaffiboð til foreldra Stefáns Mána, en hann og Þorgrímur Þráinsson eru frá Ólafsvík. Eftir það verður lagt af stað aftur í bæinn. Fyrr í dag skrifaði Ingibjörg á Facebook síðu sína að hún væri að fara vestur með flottu föruneyti. Þá sagði hún að gott væri að vera með keðjur, reipi og skóflu í skottinu. Við það skrifaði Stefán Máni: „Við munum öll deyja, mig dreymdi það í nótt. Verst að Jón Gnarr fær mestu umfjöllunina í kjölfarið. Við hin verðum bara fólkið sem dó með honum. Það er sorglegast.“ Sem betur fer rættist sá draumur þó ekki.Uppfært klukkan 12:20 Hópurinn snæddi jólamat hjá foreldrum Stefáns Mána og gerði svo aðra tilraun til borgarferðar upp úr miðnætti í svartmyrkri en betri færð. Post by Ingibjörg Reynisdóttir. Post by Ingibjörg Reynisdóttir. Veður Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Þau Stefán Máni, Ingibjörg Reynisdóttir, Þorgrímur Þráinsson, Soffía Bjarnadóttir og Jón Gnarr lentu í hrakförum á sunnanverðu Snæfellsnesi í kvöld, þegar þau keyrðu út af veginum við félagsheimilið Breiðablik. Þar sátu þau föst í klukkustund á meðan bóndi á nærliggjandi sveitabæ kom á dráttavél og dró þau upp á veginn aftur. „Við sáum ekki á milli stika og fórum bara útaf. Það var blindbylur og mannvonskuveður og við sáum ekki út. Bíllinn endaði bara utanvegar og við þurftum að dúsa þar í klukkutíma. Þá kom bóndi á traktor og hann náði að draga okkur upp,“ segir Ingibjörg í samtali við Vísi. Þau hringdu á nærliggjandi sveitabæ og fengu bónda þar til að koma þeim til hjálpar. „Við fengum vitlausa staðsetningu á staðsetningatæki sem Jón var með og við gáfum honum upp vitlausan stað, svo hann fór í öfuga átt.“ Heimamenn sem þarna voru á ferðinni stoppuðu hjá þeim og bentu þeim á hvar þau væru og sneri bóndinn við. Rithöfundarnir fimm voru á leið vestur í Ólafsvík til að taka þátt í upplestrarkvöldi sem tíundi bekkur Grunnskóla Snæfellsbæjar heldur árlega. „Við vorum að velta fyrir okkur þar sem við vorum orðin rúmum hálftíma of sein á upplesturinn, að hætta við og snúa við, en við ákváðum að klára þetta,“ segir Ingibjörg. „Jón hélt okkur uppi með gamansögum og við reyndum að gera gott úr þessu.“ Aðspurð hver hafi verið svo heppinn að fá að ferja hópinn vel skipaða vestur segir Ingibjörg að Stefán Máni og Þorgrímur hafi skipst á að aka. „Og hönd guðs sá um stýrið.“Minnst sem fólkið sem dó með Jóni Gnarr Á upplestrarkvöldinu sagðist Jón Gnarr hafa nefnt það á leiðinni að ef þau væru í Bandaríkjunum væri búið að loka öllum vegum, lýsa yfir neyðarástandi og forsetinn kominn í öruggt skjól. Allt fór þetta þó vel og hlaut enginn mein af. „Okkur var þó orðið svolítið kalt og við stelpurnar í hlandspreng,“ segir Ingibjörg. „Þetta gekk sem betur fer allt vel.“ Rithöfundarnir eru enn í Ólafsvík þar sem þau fóru í kaffiboð til foreldra Stefáns Mána, en hann og Þorgrímur Þráinsson eru frá Ólafsvík. Eftir það verður lagt af stað aftur í bæinn. Fyrr í dag skrifaði Ingibjörg á Facebook síðu sína að hún væri að fara vestur með flottu föruneyti. Þá sagði hún að gott væri að vera með keðjur, reipi og skóflu í skottinu. Við það skrifaði Stefán Máni: „Við munum öll deyja, mig dreymdi það í nótt. Verst að Jón Gnarr fær mestu umfjöllunina í kjölfarið. Við hin verðum bara fólkið sem dó með honum. Það er sorglegast.“ Sem betur fer rættist sá draumur þó ekki.Uppfært klukkan 12:20 Hópurinn snæddi jólamat hjá foreldrum Stefáns Mána og gerði svo aðra tilraun til borgarferðar upp úr miðnætti í svartmyrkri en betri færð. Post by Ingibjörg Reynisdóttir. Post by Ingibjörg Reynisdóttir.
Veður Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira