Vont veður hefur verið á Akureyri í dag og hefur ofankoma verið mikil. Vindur hefur verið 18 til 25 metrar á sekúndu en draga mun úr vindi og ofankomu í nótt. Færð hefur verið slæm og skyggni lítið.
Aðstæður á Akureyri má sjá á meðfylgjandi myndum sem ljósmyndarinn Auðunn Níelsson tók.
Á morgun er gert ráð fyrir 10 til 18 norðanátt og éljagangi.