Flughált á Suðurlandsvegi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. desember 2014 15:02 „Hún hefði vel getað oltið því það er svo bjart þarna fram af,“ segir Guðmundur Vignir. Mynd/Guðmundur Vignir Steinsson Tvær rútur hafa farið út af Suðurlandsvegi í dag. Önnur fór út af við Kirkjubæjarklaustur í hádeginu með 20 farþega. „Það fór allt vel. Bílstjórinn náði að keyra rútuna þarna útaf,“ segir Guðmundur Vignir Steinsson, meðlimur í björgunarsveitinni Kyndli á Kirkjubæjarklaustri. Erlendu ferðamennirnir voru í Norðurljósaferð og segir Guðmundur að þeir hafi sloppið með skrekkinn. Verr hefði getað farið hefði bílstjóranum ekki tekist að stýra rútunni útaf veginum. „Hún hefði vel getað oltið því það er svo bjart þarna fram af.“ Önnur rúta fór útaf við Steina undir Eyjafjöllum með tólf farþega. Í seinni útafkeyrslunni slasaðist einn minniháttar.Hellisheiði og Þrengsli enn lokuð Hellisheiði, Mosfellsheiði og Þrengsli hafa verið lokuð frá því í morgun. Lýst hefur verið yfir óvissustigi vegna snjóflóða á norðanverðum Vestfjörðum en yfir hættustigi á Ísafirði. Reitur níu sem er iðnaðarhverfi hefur því verið rýmdur. Þá er Súðavíkurhlíð lokuð vegna snjóflóðahættu og lokað er til Flateyrar vegna snjóflóðs. Enn er óveður víðast hvar á landinu. Lægðardrög koma hvert af öðru úr norðri. Suðvestantil lægir heldur um stund en gengur aftur upp um tíma undir kvöld. Á Kjalarnesi er reiknað með vindhviðum, 30-40 metrum á sekúndu fram á kvöld, en þá lægir heldur. Eins byljótt undir Eyjafjöllum og í Mýrdal um tíma og nær hámarki um klukkan 18. Á Norðurlandi verður enn stórhríðaveður og 18-23 metrar á sekúndu fram á kvöld og smám saman einnig norðaustanlands. Á Austurlandi hvessir seint í kvöld af norðnorðvestur og þar verður kafaldsbylur fram á morgunn. Jafnframt byljótt og með snörpum vindhviðum suðaustanlands í nótt og í fyrramálið.vísir/valliFærð og aðstæður Vegagerðin varar við flughálku á milli Þorlákshafnar og Hveragerðis og á Suðurstrandarvegi úr Selvogi og upp á Krísuvíkurveg. Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Suðurlandi og við Faxaflóa og óveður mjög víða. Lokað er um Mosfellsheiði þar er hálka og stórhríð og ekkert ferðaveður. Ófært er um Bröttubrekku, Svínadal og Laxárdalsheiði. Þæfingur og stórhríð á Holtavörðuheiði og þungfært um Fróðárheiði annars er hálka eða snjóþekja á Vesturlandi og víða er stórhríð. Á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra er stórhríð og ekkert ferðaveður. Á Vestfjörðum er búið að opna um Mikladal og Hálfdán þar er hálka og skafrenningur. Súðavíkurhlíð er lokuð vegna snjóflóðahættu. Lokað er til Flateyrar vegna snjóflóðs. Á Norðurlandi vestra er búið að loka Þverárfjalli og Vatnsskarði. Lokað er á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Þæfingur er á Öxnadalsheiði. Lokað er um Víkurskarð og á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Á Eyjafjarðarsvæðinu er snjóþekja og snjókoma en austan við Víkurskarð er hálka, snjóþekja og éljagangur. Hálka og éljagangur er á Austurlandi en snjóþekja og éljagandur er með Suðausturströndinni. Flughált er frá Vík í Kirkjubæjarklaustur. Veður Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Tvær rútur hafa farið út af Suðurlandsvegi í dag. Önnur fór út af við Kirkjubæjarklaustur í hádeginu með 20 farþega. „Það fór allt vel. Bílstjórinn náði að keyra rútuna þarna útaf,“ segir Guðmundur Vignir Steinsson, meðlimur í björgunarsveitinni Kyndli á Kirkjubæjarklaustri. Erlendu ferðamennirnir voru í Norðurljósaferð og segir Guðmundur að þeir hafi sloppið með skrekkinn. Verr hefði getað farið hefði bílstjóranum ekki tekist að stýra rútunni útaf veginum. „Hún hefði vel getað oltið því það er svo bjart þarna fram af.“ Önnur rúta fór útaf við Steina undir Eyjafjöllum með tólf farþega. Í seinni útafkeyrslunni slasaðist einn minniháttar.Hellisheiði og Þrengsli enn lokuð Hellisheiði, Mosfellsheiði og Þrengsli hafa verið lokuð frá því í morgun. Lýst hefur verið yfir óvissustigi vegna snjóflóða á norðanverðum Vestfjörðum en yfir hættustigi á Ísafirði. Reitur níu sem er iðnaðarhverfi hefur því verið rýmdur. Þá er Súðavíkurhlíð lokuð vegna snjóflóðahættu og lokað er til Flateyrar vegna snjóflóðs. Enn er óveður víðast hvar á landinu. Lægðardrög koma hvert af öðru úr norðri. Suðvestantil lægir heldur um stund en gengur aftur upp um tíma undir kvöld. Á Kjalarnesi er reiknað með vindhviðum, 30-40 metrum á sekúndu fram á kvöld, en þá lægir heldur. Eins byljótt undir Eyjafjöllum og í Mýrdal um tíma og nær hámarki um klukkan 18. Á Norðurlandi verður enn stórhríðaveður og 18-23 metrar á sekúndu fram á kvöld og smám saman einnig norðaustanlands. Á Austurlandi hvessir seint í kvöld af norðnorðvestur og þar verður kafaldsbylur fram á morgunn. Jafnframt byljótt og með snörpum vindhviðum suðaustanlands í nótt og í fyrramálið.vísir/valliFærð og aðstæður Vegagerðin varar við flughálku á milli Þorlákshafnar og Hveragerðis og á Suðurstrandarvegi úr Selvogi og upp á Krísuvíkurveg. Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Suðurlandi og við Faxaflóa og óveður mjög víða. Lokað er um Mosfellsheiði þar er hálka og stórhríð og ekkert ferðaveður. Ófært er um Bröttubrekku, Svínadal og Laxárdalsheiði. Þæfingur og stórhríð á Holtavörðuheiði og þungfært um Fróðárheiði annars er hálka eða snjóþekja á Vesturlandi og víða er stórhríð. Á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra er stórhríð og ekkert ferðaveður. Á Vestfjörðum er búið að opna um Mikladal og Hálfdán þar er hálka og skafrenningur. Súðavíkurhlíð er lokuð vegna snjóflóðahættu. Lokað er til Flateyrar vegna snjóflóðs. Á Norðurlandi vestra er búið að loka Þverárfjalli og Vatnsskarði. Lokað er á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Þæfingur er á Öxnadalsheiði. Lokað er um Víkurskarð og á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Á Eyjafjarðarsvæðinu er snjóþekja og snjókoma en austan við Víkurskarð er hálka, snjóþekja og éljagangur. Hálka og éljagangur er á Austurlandi en snjóþekja og éljagandur er með Suðausturströndinni. Flughált er frá Vík í Kirkjubæjarklaustur.
Veður Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira